Demi moore er gullfalleg kona á besta aldri, í toppformi og þarf á engri photoshop hjálp að halda en hvað er í gangi með forsíðu hennar á desemberútgáfu W Magazine?
Skoðið myndina sem er tekin á tískusýningu af fyrirsætunni Önju Rubik í Balmain kjólnum sem Demi prýðir á forsíðu W Magazine. Það verður að segjast að líkamarnir eru ja -eins… það er engu líkara en höfuð hinnar fögru Demi hafi verið sett á líkama Önju. En hvort heldur sem málið er þá hefur Anja fengið ómælda athygli í vefheiminum sem ætti að verða henni til framdráttar á framabratinni.



Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.