Konur gera almennt allt of lítið fyrir sjálfar sig. Meðan karlarnir hendast í golf og fótboltaferðir er allt of algengt að konur setji allt annað í forgang.
En við Pjattrófur viljum breyta þessu og þessvegna settum við saman draumahelgi að Hótel Flúðum um næstu helgi.
Þar geturðu komið í góðra vinkonu hópi, slakað á í nuddi eða andlitsbaði, hitt spákonu eða spámiðil, hlýtt á fyrirlestur um húðumhirðu, klæðaburð og förðun eða hvernig best sé að nýta orkuna. Um kvöldið er það svo dásamleg máltíð frá bestu kokkum landsins. Svo er hægt sofa út á sunnudeginum, slaka á í pottinum eða fara í gönguferð um Flúðir.
Smelltu hér
til að lesa alla dagskránna og sendu okkur skráningarstaðfestingu á pjattrofurnar@pjattrófurnar.is
Helgin er hugsuð fyrir vinnufélaga og/eða vinkonur sem þurfa að komast aðeins í burtu og safna kröftum fyrir jólastressið sem er framundan, endurnæra bæði sál og líkama og koma orkumeiri í bæinn aftur. Við höfum gott af þessu!
Verðinu er stillt í hóf en fyrir brunch, þríréttaðan kvöldverð, morgunverð, flotta fyrirlestra, fræðslu, fínerí og gistingu á hótelinu greiðirðu 24.990. Eigum nokkur pláss eftir. (ATH að mörg stéttarfélög niðurgreiða kostnaðinn sem fræðslu eða heilsustyrk.)
SKRÁNING RENNUR ÚT FIMMTUDAGINN 13 OKTÓBER.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.