Pjattrófurnar halda dekurhelgi fyrir konur á Hótel Flúðum, Laugardaginn 9 október!
Þetta er rétt fyrir jólastressið og okkur finnst nauðsynlegt að við stelpurnar fáum tíma fyrir okkur sjálfar áður en lætin byrja. Því höfum við sett saman ómótstæðilega dekurhelgi fyrir ALLAR pjattrófur.
Laugardagurinn 9 október frá kl 10:00-13:00
Við mætingu á Hótel Flúðir færðu æðislegar pjattrófugjafir, krem og snyrtivörur frá velunnurum okkar. Svo er það æðislegur ‘brunch’: Appelsínusafi, croissants, kaffi, ristað brauð, álegg, jógúrt, smoothies, egg o.fl.
13:00-16:00 – Fyrirlestrar um heilsu og útlit
Guðni Gunnarsson upphafsmaður Rope Yoga og lífþjálfi ætlar að hleypa í okkur nýju blóði með sínum frábæra eldmóði. Fyrirlesturinn hans heitir Ásetningur næringar en þar spyr hann:
- Vilt þú kraft til að breyta mataræðinu?
- Vilt þú stuðning við að taka til í lífi þínu?
- Vilt þú hafa meiri orku daglega?
- Finnst þér stundum eins og einhver annar, eða annað, stjórni lífi þínu?
Markmið fyrirlestursins er að skapa þáttakendum meðvitað hlutskipi svo þeir nái þeim markmiðum sem þeir setja sér.
Þórunn Alexandersdóttir frá Helenu Rubinstein kennir okkur réttu aðferðirnar við umhirðu húðarinnar og förðun:
- Hvað gerir serum?
- Hvað er peeling?
- Hver er besti farðinn fyrir mig?
- Hvernig á ég að velja rétta maskarann?
- Hvaða krem eða meik hentar mér?
Pjattrófurnar:
- Hvaða klæðnaður hentar mínum vexti?
- Hvernig á ég að vera flott án fyrirhafnar?
- Hvað verður inn í vetur?
- Hvaða flíkur ættu allar konur að eiga?
16:00-20:00 – Slökun, snyrting, nudd og spáð í spilin:
Snyrtifræðingar, nuddarar og spákonur verða með okkur á Flúðum þannig að ef þig langar í litun, plokkun og maska, nudd eða smá innlit í framtíðina þá er bara að nefna það! Fyrirlestrar, brunch, morgunmatur, kvöldverður og gisting eru innfalin í verðinu en spákonur og nuddarar taka sanngjarnt verð fyrir sína þjónustu (ca 2-4000 kr).
Svo eru líka heitir pottar í dásamlegu umhverfi, opin eldur og stuðlaberg, örvandi og slakandi olíur í pottunum, norðurljósin… algjör sæla!
20:00… – Dinner og trúnó:
Um kvöldið fáum við okkur æðislegan mat úr héraðinu: Nauta carpaccio frá Langholtskoti, hægeldaðan villtan Hvítárlax með sinnepskornasósu og fersku grænmeti ásamt girnilegum eftirrétti. Svo hlustum við á stelputónlist, fáum okkur kokteila á barnum og tökum mega-trúnó fram á morgun.
Sunnudagurinn 10 okt
Morgunmatur og hressandi gönguferð í sveitinni ef þið eruð í stuði fyrir það, nú eða potturinn aftur og svo heim í bæinn upp úr hádegi.
Og hvað kostar þetta?
- Gisting (hágæða dúnsængur og dúnkoddar eru á öllum herbergjum).
- Brunch
- 3 rétta kvöldverður
- Morgunverður
- Gjafapakki með snyrtivörum
- Þrír frábærir fyrirlestrar og kennsla ásamt heitum pottum og allskonar kósí…
kr 22.000 á konu
Þú gætir líka keypt þér eina flík fyrir peninginn (miðum við svipað verð) en með DEKURHELGINNI færðu frábæra pjatt -og heilsu fræðslu, æðislegan mat og ógleymanlega helgi í yndislegu umhverfi með þínum uppáhalds vinkonum.
Það eru 32 tveggja manna herbergi á hótelinu þannig að ef þið eruð spenntar er um að gera að panta fljótlega!
Frábært fyrir vinkonur sem vinna saman, saumaklúbba, systur, frænkur og allar hinar…
Sendu okkur tölvupóst á pjattrofur@eyjan.is til að panta!
Taktu fram í póstinum hvort þið hafið áhuga á nuddi, litun og plokkun eða heimsókn til Huldu spákonu. Svo verðum við í bandi! 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.