Þegar mikið er að gera hjá mér þá finnst mér nauðsynlegt að dekra við mig annars lagið, sérstaklega ef veðrið er svona leiðinlegt eins og það er búið að vera undanfarið…
Ég er mjög hrifin af því að nota hin ýmsu hráefni sem eru til heima hjá mér til að fullkomna dekrið og eru ávextir og grænmeti mjög vinsælir hjá mér.
Ég ætla að deila með ykkur þremur af mínum uppáhalds möskum.
Suðræna Bomban
Þessi er frábær til næra þreytt hár og gefa því gljáa.
- 1/2 banani
- 1 msk kókosolía
- 2 msk kókosmjólk (má nota venjulega mjólk)
- 1/2 avocado
- Safi úr 1/2 sítrónu
Takið hýðið af banananum og avocadoinu. Setjið allt í blandara eða maukið mjög vel saman.
Sett í hárið og skolið úr eftir 20 mínútur.
Hafrar, hafrar hafrar
Þessi er snilld til að fá silkimjúkt hár, hann gefur hárinu raka og getur hjálpað til við flösku og pirring í hársverði.
- 1 bolli hafrar
- 1 msk lífrænt hunang
- 1-2 msk mjólk
Þessu er öllu blandað vel saman og borið í hárið. Skolað úr eftir 20 mín. Mér þykir gott að setja hafrana í blandara eða matvinnsluvél áður en ég blanda þessu saman en það er ekkert nauðsynlegt.
Bjórmaskinn
Ótrúlegt en satt þá er bjór góður fyrir hárið og þessi maski gefur hárinu smá lyftingu ásamt því að næra það. Tilvalið fyrir fínt og líflaust hár.
- 1/2 bolli bjór, helst flatur bjór
- 1 tsk kókos eða sólblómaolía
- 1 hrátt egg
Þessu er öllu blandað saman og borið í hárið, skolist úr eftir 20 mínútur. Passaðu að nota ekki of heitt vatn þegar þú skolar þetta úr hárinu því þá gæti eggið farið að “eldast” og það verður erfiðara að ná því úr.
Ég mæli með því að þú hafir hárið hreint þegar að þú berð maskan í hárið því þá virkar hann bara svo miklu betur…
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.