Við á Pjatt.is höfum nýlega tekið miklu ástfóstri við baðstofuna á Grand Hotel sem kallast einfaldlega Reykjavík SPA.
Þarna er dásamlegur leynistaður til að koma saman í fullkomna slökun, panta léttar veitingar og fara yfir daginn og veginn. Jafnvel á smá trúnó því algengt er að hinir gestirnir skilji ekki íslensku 😉
Reykjavík SPA er fullbúin bað -og snyrtistofa en þar eru jafnframt tveir heitir pottar, infra-rauð gufa og vatnsgufa. Einnig dásamleg aðstaða til að láta þreytuna líða úr sér í lazy-boy stólum meðan hlustað er á róandi tónlist í notalegri birtu.
Það brennur lítill arineldur í miðju rýminu þar sem hægt er að setjast niður með svalandi vatnsglas eða hvítt en starfsfólkið hefur verið algjörlega til fyrirmyndar í að gera dvölina sem huggulegasta og þú getur alltaf pantað þér drykki eða aðra hressingu í baðstofuna.
Hjá Reykjavík SPA er jafnframt boðið upp á nudd og fjölbreyttar snyrtistofu meðferðir, andlitsböð, handsnyrtingu, förðun og annað dekur en þú getur skoðað verðskrána þeirra HÉR. Við eigum reyndar enn eftir að prófa þetta hjá þeim en það verður að öllum líkindum skrifað um það hér ef reynslan verður jafn ljúf og þær upplifanir sem við höfum hingað til prófað á baðstofunni hjá Reykjavík SPA. Sharing is caring er jú okkar mottó 😉
Við mælum heilshugar með þessum ljúfa stað fyrir þig og vinkonur þínar. Fullkomin tilbreyting fyrir saumaklúbbinn nú eða gæsina sem ætlar að gifta sig í sumar. Dásamlegt líka að draga stressaðann makann með sér í SPA því ástin hefur gott af því að þið spókið ykkur saman léttklædd og á sl0ppum, burt frá börnunum og öllu áreiti.
Hér er Facebook síðan þeirra hjá Reykjavík SPA.
Við mælum bara með að þú gefir þér góðan tíma þarna því um leið og þú ert mætt í sloppinn líður tíminn svo ofur hratt í burtu. Lífið er til þess að njóta. Munum það!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.