Eftir að kreppulufsan skall á fór ég að draga svolítið úr því sem ég kalla dekur. Þú veist, spara… en það leið samt ekki á löngu þar til ég fór að sakna þess alveg ferlega.
Mér finnst ég alltaf vera miklu sætari þegar ég kem úr dekrinu og ef mér finnst ég vera sætari þá verð ég miklu sætari og tala nú ekki um ánægðari sem svo að sjálfsögðu skilar sér inná heimilið og allir á heimilinu verða ánægðari!
Því datt ég heldur betur í lukkupottin um daginn þegar ég frétti af SnyrtiAkademíunni. Þetta er snyrtiskóli þar sem allir geta pantað tíma og hægt er að velja á milli þess að fara á mánudögum og fimmtudögum. Á mánudögum færðu tíma hjá útskriftarnemum en á fimmtudögum eru það fyrsta árs nemar.
Þetta er MUN ódýrara en að fara á stofu og að mínu mati alls ekki síðra. Hef farið tvisvar núna í andlitsbað og einu sinni í fótsnyrtingu. Stelpurnar sem ég hef farið til eru yndislegar og mér finnst þetta gargandi snilld, ég er að fá dekrið mitt og spara í leiðinni – það verður ekki betra!
Hjá SnyrtiAkademíunni er hægt að fara í allt sem aðra snyrtistofur bjóða upp á. Þú getur kíkt á síðuna þeirra hér: http://www.snyrtiakademian.is/
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.