Margir kannast við Hollywood drottninguna DD-Unit, ýmist frá skemmtilegu bloggi sem hún hélt úti á sínum tíma eða úr morgunþættinum á Rás 2 þar sem hún kemur með tíðindi vikunnar á föstudagsmorgnum.
Pjattrófurnar vildu fá að vita svolítið meira um DD, eða Dröfn Ösp eins og hún heitir réttu nafni. Hvers vegna fór hún til Kaliforníu, hvað er hún að gera þar, eru Hollywood stjörnur útum allt og hvar er best að borða í Los Angeles?
Hvað ertu búin að vera að gera í dag? Í dag er ég akkúrat í því að hlaupa út á pósthús og senda 4949 hálsfestar til Íslands
Af hverju fluttirðu til Los Angeles? Ég flutti hingað 2009 því ég fann ástina og eiginmanninn minn hérna megin á hnettinum.
Hvað starfarðu þar? Ég er þúsundþjalasmiður – vinn í framleiðsluhlið auglýsinga hérna og hanna hálsfestar undir nafninu 4949 og sel bæði hérna og heima á íslandi.
Þú finnur í raun og veru alla flóruna hérna samt finnst mér fólk of mikið í trimmgöllum og íþróttafatnaði dags daglega og það fer í taugarnar á mér. Ég held mig við hæla og kjóla og smá varalit til að vera glamúrús.
Eru allir glamúrus þarna eða erum við fyrir utan að misskilja Hollywood?
Já og nei- ég bý í austur Los Angeles sem er meira svona arty og afslappaðra en kannski Vestur-Hollywood þar sem klúbbar og partýsenan eru í algleymingi og fólk voða upptekið við að vera smart. Smart að þeirra mati felur því miður í sér að vera með sólgleraugu inni á bar. Þú finnur í raun og veru alla flóruna hérna samt finnst mér fólk of mikið í trimmgöllum og íþróttafatnaði dags daglega og það fer í taugarnar á mér. Ég held mig við hæla og kjóla og smá varalit til að vera glamúrús.
Hefurðu hitt marga fræga eða orðið vitni að einhverju skemmtilegu?
Já já það er nú alltaf eitthvað enda er maður á leikvelli þeirra hérna – Ætli það sem ég muni eftir í fljótu bragði sé ekki að ég sat á borði við hliðina á Angelicu Huston og börnunum hennar og svo kom Harvey Keitel inn og settist hjá þeim – mega bolasaga – en þau eru í töluverðu uppáhaldi hjá manni og þar af leiðandi “merkilegra” frekar en að sjá eitthvað hellað lið úr raunveruleikasjónvarpi.
Hverjir eru uppáhalds staðirnir þínir í Los Angeles?
Ég er að kafna út matarást og finnst fátt skemmtilegra en að fara út að borða. Sama hvort um sé að ræða að hitta vini mína hjá matartrukk (sem er voða vinsælt hérna) eða fara á ítalska veitingastaðinn Osteria Mozza. Svo er einn franskur veitingastaður sem heitir Canelé sem er guðdómlegur á sama tíma og hann er mjög afslappaður líka.
Sando’s er brimbrettatöffara-samlokustaður á Manhattan Beach. Það er eiginlega hægt að segja að það sé minn Nonna-biti í LA. Cole’s í ‘downtown LA’ er með æðislegan bar sem er búinn að vera opin frá 1908. Nú svo er Manhattan Beach ströndin uppáhalds ströndin mín og við hjónin förum þangað oft þegar við erum í fríi og stundum erum við allt að 20 manns saman á ströndinni með tjaldborg og veitingar og stuð. Nú ég get haldið áfram endalaust að telja upp en þetta er það sem ég man helst eftir.
Eru sérstakir staðir þar sem almúginn getur aukið líkurnar á að rekast á fræga kvikmyndaleikara?
Já, ætli það sé ekki málið þá að hanga á Robertson blvd, fara í Fred Segal og þann enda af Melrose Blvd, fara svo út að borða á Katsuya í W-Hollywood eða á Koi. Nú svo er hægt að taka gott labb á Abbott Kinney götunni niður Venice og kíkja á Intelligentsia kaffihúsið í Silver Lake það er alltaf einhver frægur þar.
Hvað finnst þér einkenna borgina?
Að hún er nákvæmlega það sem þú vilt að hún sé. Ef þið langar að slá í gegn sem heilsugúru þá er allt til alls hérna til þess. Nú svo er líka allt á boðstólum hérna. Það getur leitt fólk á villigötur mjög fljótt og fólk með stjörnur í augum og stóra drauma verður að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessu hákarlafiskabúri. Ég mæli með að kýla á það engu að síður. Hlutirnir taka miklu lengri tíma í Ameríku en á Íslandi – allar boðleiðir eru frekar formlegar og tímafrekar, eða það finnst alla vega íslendingnum mér. Maður er frekar dekraður heima að geta bara hringt í hvern sem er út af öllu milli himins og jarðar en hérna, ef eitthvað lokar kl 5 þá er það þannig! Los Angeles er í raun og veru margar borgir í einni þannig það er um að gera að þekkja einhvern til að vita hvar þú vilt vera annars missiru af gullmolum út um allt og ferð bara túristarúntinn og munt alls ekki sjá né skynja borgina í réttu ljósi. Það er svo mikið að gerast hérna í listum – myndum – músík – mat – heilsu – líkamsrækt og menningu hvers konar að það er svakalegt.
Eru flottar fatabúðir í LA? Hvað er skemmtilegast sem við þekkjum ekki hérna heima?
Já já, það eru alltaf búðir út um allt – Opening Ceremony er Kronkron okkar, svo eru vintage búðir út úm allt og flóamarkaðir sem eru eins og margir fótboltavellir samanlagðir þar sem maður finnur sko allt milli himins og jarðar. Þar ber helst að nefna Rose Bowl markaðinn. Farmers markets eða ‘beint frá býli’ markaðir eru hérna nánast hvern dag í viku þar sem hægt er að kaupa dýrindis mat sem er í fullum blóma hverju sinni – tala nú ekki um að taka ferð í Whole foods þar er bara rugl!
Hvað er nauðsynlegt fyrir ferðalanga til USA að taka með sér heim?
Hmmm… tjah, það fer eftir hverju fólk hefur áhuga á – ef þú ert matarbrjálæðingur þá bara taka með sér allar minningarnar af æðislega matnum sem þú borðaðir hérna og svo er hægt að taka með sér alls kyns gúrmet dótarí eins og trufflu olíu eða flott Kaliforníu vín býst ég við að sé skylda. Nú ef fólk hefur gaman af músík þá eru tónleikar daglega og listviðburðir og jafnvel ef fólk reyndi væri aldrei hægt að komast yfir það sem er á dagskrá held ég og taka þær minningar með sér.
Kemurðu oft til Íslands?
Síðan ég flutti 2009 hef ég farið heim mjög reglulega. Hann Johnny minn er búinn að koma fimm sinnum til Íslands og við fórum tvisar sinnum heim í fyrra. Þannig það er bara tilfallandi en möst að sjálfsögðu að fara heim reglulega og svo höfum við verið svo heppin að fá til okkar vini okkar og góða gesti í heimsókn reglulega!
Getum við skilað kveðju?
Hjartaknúss á alla heima bara – verið góð við hvort annað og ekki vera Indriði í Fóstbræðrum endalaust!!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.