David Hasselhoff finnst það fyndið þegar fólk heldur að hann sé einhver önnur stjarna.
Leikarinn er heimsþekktur fyrir hlutverk sín í Baywatch og Knight Rider. Þrátt fyrir það heldur fólk oft að hann sé einhver allt annar en hann er.
„Það var kona sem stöðvaði mig og sagði: „Ég elskaði þig í Little House on the Prairie (Húsið á sléttunni) og Bonanza.“ Hún hélt að ég væri Michael Landon,“ sagði David.
David hefur einnig verið ruglað saman við Dan Marino, leikmann í ameríska fótboltanum.
„Síðan er það annar gaur, Dan Marino, leikmaður Miami Dolphins,“ sagði hann.
„Dan Marino er stórt nafn í Bandaríkjunum. Hann hætti fyrir fjórum árum síðan og ég var vanur að kalla hann Hasselhoff eða Hollywood. Þegar ég var einu sinni staddur í flugvél vildu allir fá mig til að gefa eiginhandaráritanir á fótboltann sinn.“
„Ég skrifaði, „David Hasselhoff Marino.““
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.