David Beckham virðist kunna ýmislegt fyrir sér annað en að vera sætur og sparka í bolta!
Ég hef alltaf verið með smávegis crush í David Beckham og er nú alls ekki ein um það – við vinkonurnar héldum með Manchester United þegar hann spilaði með þeim og ástæðan var kannski ekki endilega sú að þeir spiluðu svo vel…
En Beckham kann meira en að spila fótbolta.
Flestar höfum við komið inn í H&M, flestir Íslendingar þekkja þá búð, og þar er einmitt að finna nærbuxnalínu frá kappanum – auglýsingarnar sem hann hefur gert hafa slegið í gegn og þar sést Beckham oftar en ekki fáklæddur á nærbuxunum.
Hann er í ágætis formi eins og þið sjáið á meðfylgjandi myndabandi hér fyrir neðan!
Þegar David Beckham fór í spjallþátt James Corden, sem er ekki í alveg jafn góðu formi, þá ákváðu þeir að hafa svolítið gaman og grínast með auglýsingarnar sem vægast sagt kom mjög skemmtilega út!
Auglýsingarnar eru ekki alveg stílaðar inn á “the average Joe”.
Þeir bjuggu því til nýja auglýsingu saman! Sjón er sögu ríkari.
_______________________________________________
Hér fyrir neðan sjáið þið eina auglýsingu fyrir línuna hjá Beckham – sem er jú ástæða “nýju línunnar” sem Beckham og Corden voru að auglýsa – sem var sett inn fyrir 4 árum.
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.