Sir Alex Ferguson segir í nýútkominni sjálfsævisögu sinni að David Beckham hafi aldrei þráð neitt annað en að verða frægur.
Frægð var það eina sem komst að hjá David að sögn Sir Alex en sá hugsunarháttur byrjaði víst ekki fyrr en hann byrjaði með Victoriu – eftir að þau giftust gjörbreyttist hann. Victoria var heimsfræg þegar hún og David kynntust og var þá ein af fimm meðlimum söng grúbbunnar “Spice Girls“, eins og flestir muna eftir.
Sir Alex segir einnig að David hafi verið farinn að líta ansi stórt á sig á tímabili, hann hafi t.d. haldið að hann væri stærri og meiri en framkvæmdastjórinn (Sir Alex). Þá heldur Ferguson því fram að David hafi ákveðið að spila með Real Madrid því að þar myndi hann komast í gullpottinn.
Eftir Spán fór David til USA og segir Alex að það hafi verið stór mistök (fótboltalega séð) en David hélt sínu striki og öðlaðist frægð og frama í Bandaríkjunum. Victoriu hefur örugglega ekki leiðst það en parið er talið vera eitt það frægasta í heiminum í dag og eru þau tvö metin á marga milljarða!
Markmiðinu hefur svo sannarlega verið náð hjá David (ef þetta var þá hans markmið) og núna hefur hann lagt fótboltaskóna á hilluna og einbeitir sér að því að vera fjölskyldufaðir á meðan Victoria stýrir tískuveldi sínu og ætlar sér að ná á toppinn!
Margir vilja meina að ef David hefði einbeitt sér betur að því að vera knattspyrnumaður þá hefði hann getað orðið einn sá besti í heiminum en kappinn ákvað að nýta sér frægðina og er í dag þekktur um allan heim.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig