Augnayndið David Beckham situr fyrir fáklæddur í nýjum auglýsingum fyrir sænska tískuhúsið H&M.
Fótboltakappinn hefur hannað sundfatalínu í samstarfi við H&M og að sjálfsögðu situr hann sjálfur fyrir, enda með líkama í lagi!
Beckham segir línuna sígilda fyrir karlmenn og vera hannaða með þægindi í huga en línan inniheldur þrjár týpur sundbuxna.
Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem David birtist fáklæddur fyrir sænska tískurisann, því áður hefur hann hannað undirfatalínur í samstarfi við þá.
Þið strákar sem ætlið ykkur að fjárfesta í þessari nýju sundfatalínu Beckhams þurfið ekki að bíða lengi því línan mun koma í búðir H&M í maí.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com