Ferð á snyrtistofu er ekki einasta góð fyrir útlitið heldur hefur hún yndislega uppbyggileg áhrif á sálina og þar af leiðandi tilfinningalífið.
Góður snyrtifræðingur getur jafnvel virkað sem besti heilari og þannig getur ferð á góða stofu verið með því besta sem kona gerir fyrir sjálfa sig.
Í Hlíðarsmára 2 í Kópavoginum hefur Marína Svabo Ólason opnað notalega stofu en þar býður hún upp á æðislegar Guinot meðferðir fyrir andlit og líkama.
Ég ákvað að prófa aromatherapy eftir að hafa fengið gríðarleg meðmæli frá einni vinkonu minni. Sé sko ekki eftir því. Klukkustundar löng Aromatic (jurta- og ilmolíu) andlitsmeðferð varð fyrir valinu.
Fyrir þetta borgaði ég 7.900. kr (sem er frábært verð) og fékk sko eitthvað fyrir allann peninginn.
Í þessari meðferð eru notaðar Aromatic jurta- og ilmkjarnaolíur en þær hafa áhrif á líffæra- og taugakerfið og eiga að draga úr streitu. Þær hafa mikinn lækningamátt og auka mótstöðuafl líkamans, vinna markvisst á húðsýkingum og eru einstaklega græðandi og góðar.
Meðferðin lýsir sér þannig að byrjað er á mjög slakandi andlitsþvotti og síðan tekur við lúxus andlitsmeðferð sem inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun með skrúbbi, punktanudd á andlitið og unaðslegt sænskt herðanudd sem tæmir úr þér alla spennu og þreytu. Herðar, háls og andlit eru þannig nudduð þar til ekkert er eftir af stressi og streitu.
Þegar nuddinu lauk var gúmmikenndur maski borin á andlitið en hann er sérsniðin fyrir hvern og einn og gerður úr sérstökum leir og ilmkjarnaolíum. Í lokin eru borin á krem og augnkrem úr Guinot ilmolíulínunni.
Marina plokkaði líka augabrúnirnar mínar fyrir litlar 2.500 kr og þær urðu snilldarlega vel mótaðar.
Ég var virkilega ánægð eftir ferðina til Marinu enda er hún klárlega mikil fagmanneskja. Þegar ég keyrði heim til mín eftir þessa dásamlegu meðferð leið mér hreinlega eins og ég væri “Born Again” svo fullkomin var slökunin sem fylgdi þessu.
Að lokum er gaman að geta þess að Marína ráðleggur vörur til heimameðferðar ef þess er óskað.
Snyrti -og naglastofan SculptorMarína Svabo Ólason Snyrtifræðingur og meistari Hlíðasmári 2, 200 Kópavogur s 565 3380 – gsm 896 0791
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.