Fjögurra manna dönsk fjölskylda býr á þessu 80 fm heimili og hafa þau fundið margar skemmtilegar lausnir til að skapa rými.
Íbúðin var áður veggfóðruð, gólfin gul og eldhúsið brúnt. Íbúðin var hreinsuð upp, veggfóðrin skröpuð af veggjunum, veggir og gólf hvítmáluð.
Hjónin völdu svo tvo grunnliti: Rautt og svart til að gefa tóninn. Sófinn er settur saman úr tveim stórum grjónapúðum, í stað fataskáps nota þau fataslár sem þau renna síðan til og frá til að skapa rými.
Erfðagripir og aðrir velvaldir munir nota hjónin til að poppa upp heimilið, hver fermetri er vel úthugsaður til að passa að heimilið verði stílhreint -í stað þess að verða ofhlaðið.
myndir fengnar að láni héðan: http://boligmagasinet.dk/article/28733
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.