Einar Nikkerud er 23 ára dansari hjá Íslenska Dansflokknum. Hann er giftur og í sambúð og finnst gott að fara í sund eftir erfiðan vinnudag.
Einar verður meðal þeirra sem stígur á stóra svið Borgarleikhússins í kvöld þegar verkið BLÆÐI: obsidian pieces verður frumflutt á Listahátíð í Reykjavík en óhætt er að fullyrða að meðlimir flokksins eru hver öðrum spenntari fyrir kvöldinu.
Verkið samanstendur af tveimur brotum úr hinu víðförla og margverðlaunaða dansverki Babel (words) (eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui):
1. Les Médusées (eftir Damien Jalet), sem var upphaflega samið fyrir Louvre listasafnið í París, og 2. Black Marrow (eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet við frumsamda tónlist Ben Frost).
Black Marrow var upphaflega sýnt á alþjóðlegri listahátíð í Melbourne en birtist í kvöld í nýrri útfærslu sem er sérstaklega gerð fyrir og í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Einar er spenntur fyrir kvöldinu eins og aðrir sem að verkinu koma og aðdáendur dansflokksins… við tókum hann tali.
?
Er eitthvað ákveðið sem þú gerir alltaf fyrir sýningu: Ég er með playlista á Spotify sem ég hlusta alltaf á áður en ég fer á svið.
Hvenær byrjaðir þú að dansa: Ég dansaði af og til þegar ég var krakki en byrjaði ekki að dansa af neinni alvöru fyrr en á menntaskólaárunum.
Hvað heillar þig mest við dansinn og hvers vegna: Þrótturinn. Að leika sér að því að sjá þá möguleika sem líkaminn bíður upp á.
Hvað áhrif hefur dansinn á þig tilfinningalega: Dansinn er svo eðlilegur hluti af mínu lífi að ég upplifi allan tilfinningaskalann í gegnum hann.
Stundarðu einhverja aðra líkamsrækt eða íþróttir: Ég spilaði handbolta í mörg ár en nú til dags skelli ég mér í ræktina, fer að synda eða hlaupa.
Þarftu að huga sérstaklega að mataræðinu: Ég borða það sem ég vill þegar ég vill.
Hver er uppáhalds danshöfundurinn þinn og dansverk: Chrystal Pite og verkið Dark Matters.
Á maður að skilja samtímadans eða er þetta meira spurning um að upplifa: Málið er ekki hvort maður skilur það. Ég get horf á list sem ég „skil ekki“ en á sama tíma verið mjög heillaður af því sem ég sé. En eins og með allt í lífinu þá tel ég að maður verði meira opin og móttækilegri fyrir nýjungum bara með því að prófa að upplifa það.
Hvað táknar nútímadans í þínum huga: Þetta er listgrein sem ég virði og elska að vera hluti af. Mér finnst það forréttindi að fá að gera það sem ég vil gera á hverjum degi.
Frumsýningin er 19. Maí og svo tvær aðrar sýningar 25. Maí og 28. Maí – Hvað svo: Ég er að flytja tilbaka til Osló og svo er það sumarfrí en ég ætla að fara til Portúgals í frí. Þar á eftir mun ég vinna að verkefni í heimabæ mínum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.