Íslenski dansflokkurinn frumsýnir BLÆÐI: obsidian pieces 19.maí næstkomandi á 29. Listahátíð í Reykjavík.
Eitt af verkum kvöldsins er dansverkið Les Médusées sem Damien Jalet samdi fyrir Louvre listasafnið í París.
Það er enginn annar en Bernhard Willhelm sem hannaði búningana fyrir þetta verk en Bernhard Willhelm er þýskur tískuhönnuður,- frægur fyrir ástríðu sína fyrir að blanda saman hinu fjarstæða og hátísku.
Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa hannað búninginn/skúlptúrinn sem Björk Guðmundsdóttir klæddist á plötuumslagi VOLTA ásamt því að hafa hannað allan þann fatnað sem Björk klæddist á VOLTA tónleikaferðalagi sínu um heiminn 2007.
Það verður spennandi að sjá Dansflokkinn taka á því í búningum eftir þennan merkilega hönnuð og eflaust munu flíkurnar/verkin spila stóran þátt í útkomu sýningarinnar þar sem hönnunin er verk í sjálfu sér.
Hér er smá innlit á æfingu þar sem dansarar Íslenska dansflokksins eru í búningunum.
[youtube]https://youtu.be/NTV7YBuYpoc[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.