Pjatt.is fékk eftifarandi tilkynningu frá eðaldrengnum DJ Margeir…
Kæru vinir. Takið frá föstudagshádegið næstkomandi! Nú verður (aftur) stiginn trylltur dans fyrir mannréttindum kvenna!
Þann 14. febrúar ætla mannréttindasamtökin UN Women í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og Lunchbeat að dansa fyrir réttlæti í Hörpu. Þetta er hluti af alþjóðlegu átaki sem nefnist„Milljarður rís“.
Það er sláandi…
… að konu sé nauðgað á 26 sekúndna fresti í S-Afríku!
…. að 10 konur láti daglega lífið í Brasilíu vegna heimilisofbeldis!
…. að helsta dánarorsök evrópskra kvenna á aldrinum 16-44 ára sé heimilisofbeldi!
Við dönsum ekki til að gleyma. Við dönsum af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og við vísum í verki að okkur stendur ekki á sama! Síðast komu rúmlega tvö þúsund manns sem er ótrúlegur fjöldi og stemmningin var rafmögnuð en við getum gert enn betur!
Með vinsemd og virðingu
– DJ Margeir
PS. Okkur þætti vænt ef þið mynduð láta boðin ganga. Semsagt, bara læka og deila darlings…
Hér er skráning á viðburðinn:www.facebook.com/events/1398498183742604/ og tagg á Twitter #milljardurris14

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.