Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni og óheimilt verður að afhenda hunda frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt…
Matvælastofnun er heimilt að stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekað brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki fyrirmælum innan tilgreinds frests. Eftir að gerðar voru athugasemdir var ekki brugðist við öllum kröfum Matvælastofnunar um bættan aðbúnað dýra og smitvarnir á búinu innan tilskilins frests en mjög langt er síðan háværar raddir byrjuðu að hljóma um aðbúnað dýra í Dalsmynni.
Auk þess hefur stofnuninni verið synjað um aðgang til eftirlits en henni er heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra.
Lestu HÉRNA pistil sem ég skrifaði um Dalsmynni fyrir nákvæmlega tveimur árum upp á dag… (rættist óskin??).
Þann 29. febrúar 2012 greindust lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi. Sem kunnugt er getur þessi ormur smitað dýr og menn. Þann 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Því var aflétt tveimur mánuðum síðar þar sem engin merki fundust í saursýnum sem voru tekin í tvígang í apríl það sama ár.
Í skýrslu Matvælastofnunar frá 6. febrúar 2014 segir:
„Verklag er ekki til staðar á búinu um heilbrigðisskoðanir og lyfjameðferðir ræktunarhunda, heilsufar eða lyfjameðhöndlanir gæludýra sem komin eru í einkaeigu, þrif og sótthreinsanir. Auk þessa voru upplýsingar um hugsanlegt smit í hvolpum ekki gefnar af seljanda til kaupanda né leiðbeiningar um meðferð og sýnatökur, en samkvæmt 11. gr. dýravelferðarlaganna skal veita viðtakanda dýrs, eftir því sem við á, upplýsingar um atriði sem máli skipta um velferð þess. Þá er núverandi framkvæmd sótthreinsunar ekki fullnægjandi m.t.t. smits sem greinst hefur á búinu“.
Á grundvelli þessara atriða ákvað Matvælastofnun að takmarka starfsemi Hundaræktarinnar ehf. með þeim hætti að stöðva dreifingu hunda frá búinu að Dalsmynni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.