Dakota Johnson er framan á nýjasta tölublaði ELLE en þar segir hún meðal annars frá því að hún sé bara ekkert feimin fyrir framan myndavélar…
Elle hefur að sjálfsögðu lesið 50 Shades bækurnar en það sem henni fannst áhugaverðast við lesturinn var hversu mikið aðalpersónurnar brutu hvort annað niður tilfinningalega. Grófu BDSM kynlífs lýsingarnar trufluðu hana hinsvegar ekki neitt.
Dakota þarf að leika í ansi grófum senum í kvikmyndinni en henni finnst það alls ekkert tiltökumál, hún segist einfaldlega ekkert skammast sín fyrir neitt!
Dakota á heimsfræga foreldra en þeir eru Melanie Griffith og Don Johnson. Hún er því ekki óvön því að alast upp í sviðsljósinu en oft er henni nóg um. Hún talar um hvernig sér finnst þó ótrúlegt hversu kræfir blaðamenn og papparassar geti verið við börn fræga fólksins. Glanstímaritin skáldi líka ýmislegt upp um viðfangsefnin og ekkert eða lítið sem sé hægt að gera til að leiðrétta eða koma í veg fyrir þetta.
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir að kvikmyndin um 50 gráa skugga komi á hvíta tjaldið og miðað við það sem Dakota segir má búast við fjörlegum senum. Ahemm…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig