Ég var svo heppin að fá að skreppa á Cupcake námskeið hjá henni Rikku í vikunni. Hvað er ‘cupcake’? spyrja kannski sumar. Jú, cupcake er einskonar nammi-muffins með æðislegu skrauti. Auðvitað er þetta ættað frá Ameríku og stemmningin í kringum cupcake gerð öll voðalega svona 50’s.
Ein sem var á námskeiðinu segist aldrei hafa komist jafn nálægt því að líða eins og Bree Van Der Kamp en sjálf fann ég mína innri Mörthu Stewart blómstra sem aldrei fyrr.
Að búa til cupcake er ótrúlega skemmtilegt og stelpulegt og ekki er afraksturinn síðri. Algjört augnayndi sem maður tímir eiginlega ekki að skemma með því að borða.
Sjálf fór Rikka til London og nam þessa skemmtilegu list af meisturum þar og er núna með nokkur námskeið í þessu á næstunni bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Nánast fullbókað er á öll námskeiðin sem eru haldin bæði á Akureyri og í Reykjavík en hægt er að tékka á lausum plássum í síma 5635082.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.