Culiacan á Suðurlandsbraut er frábær veitingastaður þar sem boðið er upp á TexMex rétti og allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi.
Hann er að mínu mati frábær fyrir margar sakir, en aðallega þær að maturinn er gersamlega himneskur! Það er að segja ef þú fílar að borða svona ‘djúsí’ mat sem er hollur en samt ertu með það á tilfinningunni að þú sért að dýfa þér í ‘pizzuna’.
Bráðhollt og í réttu hitaeiningamagni en samt ótrúlega safaríkt og seðjandi. Já takk!
Annað sem er algjör snilld við Culiacan er að þar er hægt að velja sér rétti eftir hitaeiningafjölda.
Þetta er eitthvað sem ætti fyrir löngu, löngu, löngu síðan að vera komið á flesta matseðla landsins enda erum við flest nokkuð áhugasöm um heilsuna og ef maður hefur áhuga á að grennast eða halda sér í horfinu þá er nauðsynlegt að vita hvaða hitaeiningafjölda er verið að innbyrða.
Culiacan hefur fengið til liðs við sig nokkra valinkunna einstaklinga úr heilsugeiranum og hafa þau sett saman nokkra rétti á matseðilinn sem hæfa því sem við erum að gera.
Hvort sem þú ert í boltanum, crossfit, á LKL kúr eða hlaupandi um allar koppagrundir þá er réttur á matseðli Culiacan sem hæfir þeirri orku sem þú ert að nota og gefur þér þá sem þú þarft.
Best er þó hvað maturinn er brakandi ferskur og hráefnin góð enda útkoman eitthvað sem bráðnar í munninum og maður er til í að fara þarna aftur og aftur!
Ég veit ekki, kannski er ég bara sérlega svag fyrir TexMex mat en mig grunar þó að flestir sem hafa ekki prófað Culiacan eigi eftir að vera á sama máli.
Hér eru nokkrir punktar:
Culiacan notar aðeins FERSKAR íslenskar kjúklingabringur. Þær eru marineraðar og grillaðar með sérstakri kryddblöndu sem enginn leikur eftir.
Á Culiacan er útbúið ferskt salsa daglega. Þetta bragðast ekkert líkt því salsa sem fæst í dósum úti í búð. Einnig er guacamole útbúið á hverjum morgni úr FERSKUM avocado.
Á Culiacan er notað FERSKASTA grænmeti sem völ er á. FERSKT chilli, tómatar, laukur, avocado, kóriander og paprika tryggja einstakt bragð. Maturinn er fyrir vikið fullur af andoxunarefnum en laus við aukaefni.
Annað sem er voða næs er að það er hægt að fá ókeypis kaffi eftir matinn og svo eru auðvitað Tabasco sósur á borðum ef þig langar að hafa matinn svolítið sterkari.
Leggðu Culiacan á minnið næst þegar þú ætlar að fá þér fljótlegan bita.
Staðurinn er á Suðurlandsbraut 4a, rétt hjá World Class Laugum og í alfaraleið.
Hér er heimasíðan þeirra þar sem má lesa matseðil og finna uppskriftir og hér er Culiacan á Facebook.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.