Craig McDean er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari sem ég hef rekist á…
Hann er ættaður frá Bretlandi, afar vinsæll og hefur unnið portrettmyndir af stjörnum á borð við Björk, Madonnu, Kate Moss, Katie Holmes, Justin Timberlake og Jennifer Aniston ásamt því að taka tískuljósmyndir fyrir þekkt tímarit og tískuhús á borð við Gucci, Giorgio Armani, Yves saint Laurent ofl.
Myndirnar eru með þeim flottustu sem ég hef séð og engin furða að Craig sé á toppnum enda snilldarljósmyndari hér á ferð.
Við höfum áður fjallað um kate Moss myndir Craig McDean en þá grein má sjá hér.
(Til að skoða á að smella á smámynd og til að stækka hana upp á að smella á örvarnar sem birtast efst í hægra horninu. Sumar myndir (björk) gætu ekki birst í galleríinu heldur nýjum glugga en það er smá stúss sem við erum að vinna í að laga.)
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.