Vörurnar bera nafn með rentu því við notkun finnur maður hvernig efnin og ávaxtasýrurnar fara inn í húðina og næra hana, ásamt því að mýkja hana upp og láta manni líða ótrúlega notarlega.
Mitt uppáhald af Comfort Zone vörunum er án efa Hydramemory Extracream sem er 24 stunda rakakrem sem að er s.s. hægt að nota kvölds og morgna. Það virkar vel á allan þurrk án þess þó að fita húðina, mér finnst það t.d. henta mjög vel fyrir mína húð sem er blönduð, og er fyrir allar húðtýpur. Kremið er líka mjög fljótvirkandi, kemur í veg fyrir öldrun og þar sem að það er mjög djúpnærandi getur fólk með mjög þurra og/eða skemmda húð hæglega notað það!
Það er mikilvægt að eiga gott rakakrem, sérstaklega í vetrarkuldanum á Íslandi og þetta er eitthvað sem ég myndi hiklaust mæla með að fólk prufi þessa tegund. Einnig eru hinar vörurnar frá Comfort Zone góðar, eins og rakamaskinn sem er líka úr Hydramemory línunni. Það er ótrúlega gott að nota rakamaska reglulega til þess að gefa húðinni auka “boozt”.
Comfort Zone er framleitt í Parma á Ítalíu og umbúðirnar eru hannaðar af Armani, sem skemmir svo sannarlega ekki fyrir! Svo lykta þær einnig mjög vel.
Vörurnar eru seldar m.a. á Comfort Snyrtistofunni, á Nudd og- Snyrtistofu Baðhússins og á Snyrtistofunni Amiru.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com