Húsleit var nýlega gerð hjá popp goðsögninni Cliff Richards en hann á nokkrar eignir víða um heim og þessi stendur í Berkshire á suðaustur Englandi.
Lögregla gerði húsleitin í tengslum við kynferðsafbrotamál sem átti sér stað í kringum 1980 en fórnarlambið var drengur undir lögaldri.
Cliff Richards er nú 73 ára.
Engin hefur verið handtekinn í tengslum við þetta mál og húseigandinn Cliff mun ekki hafa verið viðstaddur þegar húsleitin var gerð.
Að sögn heimildarmanna BBC tengist þetta mál ekki Yewtree málinu í kringum sjónvarpsmanninn Jimmi Savile en sá framdi mörg kynferðisbrot á árum áður gegn barnungum stúlkum.
Líklegast mun betur koma í ljós á næstu dögum hvað málið snýst um en bretar fylgjast spenntir með.
Sir Cliff, sem var skírður Harry Webb, er einn ástælasti söngvari sem bretar hafa átt. Hann hefur selt fleiri smáskífur en nokkur samlanda sinna og er sá eini sem hefur átt að minnsta kosti eina af fimm vinsælustu hljómplötum áratugarins, síðstu sex áratugina.
Cliff var krýndur nafnbótinni Sir og sæmdur riddaratign árið 1995. Hann dvelur nú í Portúgal þar sem hann á einnig heimili.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.