Fyrirsætan Cindy Crawford er meðal þeirra snillinga sem ætla að berjast gegn fótósjopp geðveikinni í aprílhefti Marie Claire.
Þessu tökum við Pjattrófur svo sannarlega fagnandi því við höfum, í þau sex ár sem vefurinn hefur verið í loftinu, alltaf kappkostað að benda á þetta. Konurnar sem við sjáum í blöðunum eru meira eða minna fótósjoppaðar og því sturlað að bera sig saman við þær.
Í aprílheftinu verða margar fyrirsætur með í verkefninu en þessi mynd af hinni 48 ára gömlu Cindy Crawford er sú fyrsta sem lekur á netið.
Að sögn Daily Hit verða allar myndir í blaðinu ófótósjoppaðar fyrir utan auglýsingar.
Við bíðum sannarlega spenntar eftir þessu eintaki því það er með ólíkindum hvað hægt er að blöffa með þessu (og sambærilegum) forritum og skelfilegt að margar ungar stelpur skuli stjórnast af þessu eins og raun ber vitni. Hér er vinsæl pjattgrein sem sýnir ófótósjoppaðar stjörnur með og án photoshop lyginnar.
Þetta verður spennandi!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.