Nú er mánuður frá því að Chris Martin og Gwyneth Paltrow tilkynntu á bloggi leikkonunnar að þau hyggðust skilja.
Í gær kom Chris fram í útvarpsviðtali þar sem hann tjáði sig einlæglega um skilnaðinn og sagði hann meðal annars sjálfum sér að kenna.
“Ég myndi ekki kalla þetta niðurbrot, mikið frekar uppgötvaði ég að nú var kominn tími á það hjá mér að þroskast, opna mig og byrja að njóta lífsins. Ég var allt of lokaður og komplexaður, svo lokaður að ég naut þess ekki að vera með þessari dásamlegu konu.”
Hjónin höfðu verið gift í ellefu ár en heimildarmenn slúðurpressunnar segja að nokkrar hafi nú verið ástæðurnar fyrir þessum skilnaði. Þeim samdi mjög illa og mikil spenna var yfir flestum hlutum sem skipta máli, meðal annars ströngum reglum Gwyneth í mataræði og áherslum í uppeldinu.
Svo mikil var spennan að sögusagnir hafa líka komið upp um framhjáhald.
Chris segir stærstu breytinguna á sjálfum sér vera þá að nú vilji hann losna við óttann; “ég hef verið hræddur við allt, hræddur við að elska, hræddur við höfnun, hræddur við að mistakast. Fyrir tveimur árum eða svo var ég bara algjört mess af því ég var ófær um að njóta þess sem í kringum mig var — Ég get ekki kennt neinum nema sjálfum mér um þetta og nú verð ég að skipta um gír,” sagði hann í viðtalinu.
“Upp að vissum tímapunkti í lífi mínu var ég algjörlega berskjaldaður og það olli margskonar vandamálum. Ef maður er ekki tilbúin að hleypa ástinn í líf sitt og sál þá getur maður ekki heldur gefið hana af sér.”
Þetta eiga nú allir að vita Chris! Vonandi að næsta ástin í lífi hans nái betur til hans en Gwyneth… hann er agalega sætur, og auðvitað næmur listamaður líka.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.