Chris Brown hefur verið sleppt fyrr úr fangelsi.
Söngvarinn, sem er búinn að vera í varðhaldi síðan í mars á þessu ári var dæmdur 9. maí síðastliðinn í 130 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð.
Honum var sleppt síðastliðinn mánudagsmorgun en engin ástæða var gefin upp hvers vegna hann losnaði svona snemma.
Reyndar var hann dæmdur í 365 daga fangelsi en dómarinn í málinu mínusaði frá þá daga sem hann hafði verið í meðferð og einnig þá daga sem hann hafði þegar setið inni áður en dómurinn var kveðinn upp.
Brown er þó ekki alveg sloppinn við dómskerfið því hann þarf að mæta aftur fyrir dómara en hann er ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað í október í fyrra í Washington.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.