Chictopia.com er heimasíða þar sem venjulegt fólk setur inn myndir af sínum bestu klæðum fyrir ýmis tilefni..
….þessi síða er ekki ósvipuð lookbook.nu nema hvað að lookbook er meira fyrir ‘professional’ fólk, eins og fyrirsætur og ljósmyndara. Þannig er chictopia hentugri fyrir hinn almenna borgara sem hefur áhuga á tísku.
Á síðunni er einnig hægt að deila með öðrum svokölluðum ‘chic haves’.
Þar setur fólk inn myndir af fallegum flíkum og fylgihlutum ásamt upplýsingum um hvar hægt sé að nálgast hlutina, einnig má finna dálk þar sem fólk setur inn innblástur af einhverju tagi. Það er mikið hægt að gera á þessari síðu og rosalega gaman að fletta í gegnum hana -auðvelt er að gleyma sér þarna tímunum saman.
Það er líka ótrúlega gaman að sjá að strákar eru að setja inn myndir af sér. Ekki bara stelpurnar þótt þær séu í meirihluta. Margar af myndunum eru alveg ‘dropp dedd gördjöss’ og ég fann nokkrar af mínum uppáhalds til að deila með ykkur.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.