Cheryl Cole þótti ekki gaman að fletta Fifty Shades of Grey bókinni.
Söngkonan náði varla að klára fyrsta kaflann í bókinni þegar hún gafst upp.
„Ég hef ekki athyglina til að lesa bækur. Ég reyndi nýlega að lesa ævisögu Michael Jackson en ég gafst upp eftir 16 blaðsíður,“ sagði Cheryl.
„Ég reyndi að lesa Fifty Shades of Grey og ég náði að lesa 20 blaðsíður áður en ég gafst upp. Mér leiðist mjög auðveldlega – Meira að segja þegar ég las þessa bók.“
Þrátt fyrir að Cheryl hafi ekki klárað bókina urðu bækurnar þrjár gríðarlega vinsælar og er kvikmynd sem er gerð eftir bókunum væntanleg á næsta ári.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.