Það er víst ábyggilegt að sum dýr eru jafnari en önnur dýr og þetta á vel við hérna í frumskóginum hér í Hollywood. Sumir eru “teknir af lífi” í fjölmiðlunum á meðan öðrum er hyglt fyrir að skandalísera út um allan bæ.
Þetta á vel við þegar við berum saman Charlie Sheen og svo t.d Lindsay Lohan – Hann er sagður klikkaður og fær endalausan fjölmiðlatíma og allir vilja vera hluti af þessum Sheen Sirkus á svoldið hræætulegan hátt -eða svona upplifi ég það sem útlendingur hér í USA.
Hvað sem því líður þá getum við borið saman í fljótu bragði þau Lindsay og Charlie þó reyndar megi auðvitað telja honum til tekna að hafa verið í bransanum í meira en tuttugu ár. Hún er bara 23 ára já og hann er af Hollywood Royalty en ekki hún. Eftir að slúður sem seinna urðu staðfestar fréttir að hún væri í ruglinu var nánast gefin út skipun til framleiðenda og casting fólks um að snerta hana ekki með 10 metra löngu priki og verkefni sem hún var orðuð við runnu úr höndunum á henni. Enginn vildi taka ábyrgð á ábyrgðarlausri gelgju með eiturlyfjavandamál og djammfíkn á háu stigi.
Charlie hefur ekki farið varhluta af lífstílnum sem fylgir því að vera kvikmyndastjarna en hann er eins og frægt er orðið klámfíkill með vændiskonu/klámleikkonu blæti. Ekki hafa sífelldar heimsóknir hans til vændiskvenna, opinberar og faldar, farið framhjá framleiðendum í Hollywood en einhvern veginn þá hefur hann alltaf fengið vinnu í bransanum.
Nú þegar nýju fötin keisarans virðast komin í ljós virðast sjarmi hans og “hæfileikar” þó enn vega þungt á vogarskálum bransafólks því að yfirmaður CBS sem framleiðir “Two and a half men” þættina vill víst setjast að samningarborðinu og ræða endurkomu Sheen að þættinum.
Eftir allt þetta… eftir fullkomið melt down og reiðilestra á netinu og almenn brjálæðisköst? Magnað! Og hann er búinn að uppselja á sýningar þar sem hann ætlar að vera með eins konar one -man show… og já ætlar aldrei að vera með sama sjó hvert kvöld – og hann “skrifar” þetta allt sjálfur nú eða leikur af fingrum fram… jesús.. hann þénar á tá og fingri og er aldrei vinsælli – og núna vilja víst yfirmenn CBS nota þessar ógurvinsældir Sheen sér til góðs og henda honum aftur í þáttinn… og ég lofa ykkur hann á eftir að fá 4 milljón dollara þá per þátt… þetta er svakalegt!!!
Hann virðist hlæja alla leiðina í bankann en hann ætti kannski að trylla sér á heilsuhæli og slaka kannski svoldið á bara?
Ég get samt lofað ykkur það að Les Moonves og kollegar hans á CBS eru nú ekki sjúkir í að fá hann aftur í vinnunan út af einskærum náungarkærleika – það er bara gróðavonin sem rekur þá áfram enda þátturinn sá allra vinsælasti á dagskrá hjá þeim…. mér gjörsamlega óskiljanlegt en varla horfandi þessi horbjóðsþáttur en það er önnur saga.
hilsen
dd
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.