Leikarinn Charlie Hunnam sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Sons of Anarchy hætti við að taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni 50 Shades of Grey.
Kappinn átti að leika á móti Dakota Johnson en leikstýra myndarinnar er hin enska Sam Taylor-Johnson.
Við lásum það á IMDB að Hunnam hafi þótt athyglin sem hann hlaut fyrir að taka að sér hlutverkið einum of mikið af því góða.
Það þurfti meðal annars að ráða lífverði fyrir Hunnam á frumsýningu á Sons of Anarchy þar sem spurningar sem bara tengdust 50 shades helltust yfir hann.
Eitthvað mun þetta strik í reikninginn fyrir leikstýruna því það er eflaust ekki hlaupið að því að finna fullkominn leikara í hlutverkið. Okkur finnst reyndar að Alexander Skarsgård eigi að leika Christian því hann hefur þegar sýnt mjög fallega takta í True Blood.
Hvað finnst þér? Hver væri flottastur?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.