Einhvern veginn svona sér Karl Lagerfeld hjá tískuhúsi Chanel hausttískuna 2011.
Þemað var Paris-Byzance en Lagerfeld segist hafa fengið hugmyndir frá Theodoru keisaraynju frá hinnu horfnu Byzance. Theodóra þessi var sirkuslistamaður sem komst til metorða og varð keisaraynja en það fannst Lagerfeld ríma ágætlega við Coco Chanel. Hún byrjaði sem söngkona á götum Parísar og varð síðar keisaraynja tískuheimsins.
Takið eftir austurlensku áhrifunum í Chanel haustlínunni 2011. Þeim er blandað skemmtilega saman við þennan stífa Chanel stíl. Ömmulegar Chanel dragtir eru settar saman við þunga og mikla austurlenska skartgripi. Ofhlaðið og smart – sem sé gull og bling bling. Við elskum það.
Takið líka eftir stígvélunum, hálfgerð smokkastígvél sem eru þröng yfir kálfana og upphá en með lágum hæl. Hrikalega smart. Töskur og hanskar í stíl við fatnaðinn og punkturinn yfir i-ið er án efna hárið: Heysátan er komin aftur, allt hárið liggur í rugli á höfðinu, aðeins hamið með fallegu hárbandi.
Algert æði!!!
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.