Við erum skotnar í Cöru Delevingne hérna á Pjattinu og urðum þess vegna verulega spenntar þegar Cara, sem er ein heitasta fyrirsæta heims í dag (ef ekki sú heitasta), birti þetta myndband á Instagram í gærkvöldi.
Myndbandið sýnir greinilega að Cara var stödd á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi en í myndbandinu sjást merkingar vallarins sem og fjörugt fólk með sem veifar íslenska fánanum og er greinilega í móttökunefnd fyrir einhvern sem þau eru glöð að fá heim.
Með myndbandinu fylgir texti frá Cöru sem segir: ” What everyone should have when they arrive at an airport” eða “Það sem allir ættu að fá þegar þeir lenda á flugvelli” fólkið er samt auðvitað eins og Íslendingar eru frægir fyrir að vera ekkert að veita súpermódelinu eftirtekt svo þessi fagnaðarlæti voru líklega ekki ætluð henni.
Ekki er vitað hvað Cara er að fara að gera á landinu en einhverjar vangaveltur hafa verið um það að hún sé komin til landsins í tökur fyrir sjónvarpsþáttinn “Playhouse Presents” sem hún fékk nýlega hlutverk í. En þetta verður fyrsta hlutverk hennar sem leikkona.
Súperkúl í Ready-to-Wear tískusýningunni hjá Chanel þann 4. mars síðastliðinn:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=YLDUXZ4X5b8[/youtube]Hvað sem fyrirsætan er að gera hér á landi þá fögnum við því að hún sé aðeins nær okkur en vanalega í kílómetrum talið. Því að við hljótum nú að fá nokkur kúlstig að láni frá Cöru á meðan hún er á landinu. Síðan verður auðvitað ekki leiðinlegt að lesa allar greinarnar um “Íslandsvininn Cöru” í framtíðinni!
Við látum svo fylgja með nokkrar myndir af Cöru að gera það sem hún gerir best…að vera súpersvöl og sæt.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.