Sé tískublað opnað í dag eru miklar líkur á því að fyrirsætan Cara Delevingne prýði þar síður. Þessi unga stúlka hefur á skömmum tíma orðið ein vinsælasta fyrirsætan í tískuheiminum enda þykir útlit hennar bæði sértakt og grípandi.
Cara, sem er bresk, vill nú færa út kvíarnar og gerast leikkona. Hún hefur nú þegar komið fram í litlu hlutverki í stórmyndinni Anna Karenina með Keiru Knightley í aðalhlutverki en þess má geta að hin íslenska leikkona Hera Hilmarsdóttir átti einnig lítið, en áberandi, hlutverk í myndinni.
Um þessar mundir er verið að raða í hlutverk fyrir kvikmyndun á metsölubókinni 50 shades of Grey og mikið hefur verið slúðrað um það.
Bókin sú hefur farið sigurför um heiminn, aðdáendur hennar eru milljónir talsins og er bókin talin eiga þátt í því að mörg pör tóku af skarið og krydduð kynlífið sitt rækilega með leðri og látum.
Líklegt er að Cara fái nokkuð stórt hlutverk í myndinni enda er leikstjórinn Sam Taylor-Wood afar hrifin af fyrirsætunni.
Meðal þeirra sem hafa þótt líklegar til að túlka aðalsöguhetjuna Anastasiu Steele eru Emma Watson, Kristin Stewart og Mila Kunis.
Margir eiga sér heitar fantasíur byggðar á lostafullu sambandi Anastasiu og Christians Grey og því er kvikmyndinni beðið með mikilli eftirvæntingu.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.