Cannes kvikmyndahátíðin er enn einn vettvangurinn fyrir kvikmyndastjörnur til að fara í sitt fínasta púss.
Persónulega hefur mér þótt stjörnurnar ívið smekklegri í fatavali þar heldur en á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Það er eins og evrópska borgin fái þau til að tóna sig aðeins niður í “extravaganza” sem tíðkast í Ameríkunni.
Í ár var svartur og hvítur klæðnaður í fyrirrúmi og flestar stjörnurnar með förðun og hár í anda kvikmyndastjarnanna á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Svartur eyeliner og berjalitar eða sterkrauðar varir virðist klæðast flestum konum vel og þær voru hver annarri glæsilegri eins og sést á meðfylgjandi myndasafni.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.