Leikkonan Cameron Diaz hefur gefið út bók sem heitir “The Body Book” en þar fræðir hún fólk um hina ýmsu starfsemi líkamans.
Cameron hefur alltaf verið hraust og í flottu formi en hún segir að þegar hún var á sínum unglingsárum og um tvítugt hafi hún lítið spáð í mataræðinu sínu vegna þess að hún þurfti þess ekki. Hún var ein af þeim sem fitnaði ekki þó svo hún fengi sér bjór, stóra pítsu og franskar með.
Í dag segir hún að húðin hafi að sjálfsögðu ekki verið fín og flott þó að kroppurinn hafi verið það að utan, því að við séum einfaldlega það sem við borðum. Andlit hennar var þakið bólum og húðin var mjög feit.
Cameron segir einnig að kúkur sé alls ekki ógeðslegur því að hann sé þekking á því sem við erum að borða. Kúkurinn geti þannig sagt manni margt um kroppinn. Hún segir einnig að góðar hægðir, hollt mataræði og losun sé lykillinn að hraustum og flottum kroppi.
Cameron byrjar alla morgna á því að bursta tennurnar því hún vil ekki kyngja öllum þeim bakteríum sem hafa myndast í munninum á meðan hún svaf. Síðan þambar hún mikið af vatni og það nóg til þess að koma öllu kerfinu af stað.
Leikkonan kom fram í þætti Dr. Oz og sagði frá bókinni sinni og hægðum meðan áhorfendur sperrtu bæði augu og eyru. Já, það er óhætt að segja að Cameron sé alls ekki feimin!
Þjóðin virðist vera að missa sig í magnesíum inntöku þessa dagana og einhverjir hafa kvartað yfir miklum hægðum vegna þess en eigum við ekki aðeins að slaka á og fræðast aðeins betur um þetta undraefni áður en inntaka hefst?
Vatn á morgnana eftir burstun, ég ætla allavega að prófa, hvað með þig? Kemur kannski kaffibollinn þinn öllu í gang hjá þér á morgnana?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig