Ég var að eignast nýútkomna íslenska bók sem kennir manni að búa til sínar eigin snyrtivörur heima á einfaldan hátt og fyrir lítin tilkostnað…
…Þetta er bókin Náttúruleg fegurð– Lærðu að búa til þínar eigin snyrtivörur og heilsulind eftir Arndísi Sigurðardóttur.
Í bókinni má finna ýmis ráð og fróðleik um ilmolíur, jurtir og fleiri hráefni ásamt uppskriftum af snyrtivörum.
Bókinni er skipt niður í nokkra kafla eftir því hvað lesandanum langar til að gera. Kaflarnir eru eftirtaldir:
- Krem
- Maskar
- Hárið
- Hendur og neglur
- Fætur
- Líkamsskrúbbar
- …og Ýmis ráð og uppskriftir.
Það sem ég fíla best við bókina er einfaldleikinn og sú staðreynd að sumir kaflarnir eru flokkaðar eftir húðgerð. Ég er tildæmis með frekar feita húð og því fór ég beinustu leið í kafla sem heitir Maskar- Feit húð. Þar fann ég súper einfalda uppskrift af maska sem inniheldur aðeins þrjú hráefni. Hér kemur hún;
Tómatmaski
1 þroskaður tómatur
1 msk. sítrónusafi
1 msk. haframjög
blandari
Kjarn- og fræ hreinsið tómatinn og maukið. Skellið öllum hráefnunum í blandara og maukið vel. Berið á andlitið og bíðið í 10 mínútur. Skolið svo af með volgu vatni.
Þennan gerði ég og lá svo mjög ‘fabjúlöss’ í sófanum með maukið í andlitinu og mér fannst það bara vel þess virði.
Húðin verður mjúk og mér finnst sítrónusafinn hafa strekkjandi áhrif á húðina, sem er góð tilfinning. Ég mæli með þessum fyrir þá sem hafa feita og/eða óhreina húð en sýran úr tómötum og sítrónu vinnur vel á bólum og fílapenslum.
Þessi fallega bók er alveg tilvalin í jólapakkan fyrir allar pjattrófur og bara alla sem hafa áhuga á náttúrulegum og hagkvæmum snyrtivörum.
Svona dekur verður seint úrelt.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.