Í New York fór fram í sjöunda skiptið “No pants 2k8” …árlegur hittingur fólks sem hefur gaman af að breyta út af vananum þegar ferðast er með neðanjarðarlestum New York borgar.
Þann 12 janúar á slaginu klukkan þrjú fór fólkið úr buxunum þar sem það var statt og ferðaðist á leiðarenda á nærbuxunum. Þetta er einhver stemmning sem hefur skapast við þetta og er ótrúlegur fjöldi fólks sem hittist árlega til þess eins að taka þátt.
Persónulega varð ég fyrir vonbrigðum. Hefði gjarnan viljað sjá mun smekklegri nærföt en það sem kvenfólkið klæðist -er ekki Victoria Secret annars í New York?.
Það sem þarf til að taka þátt er þetta:
1) Viljinn/ sjálfsöryggi til að fara úr buxunum í neðanjarðarlest.
2) Geta haldið andliti fyrir framan þá farþega sem hafa ekki grun um hvað er í gangi þegar fólk fer úr buxunum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.