Þolinmæði er ekki mín sterka hlið, nú eru 3 mánuðir síðan ég eignaðist barn og er ég enn með svo mikla vömb að ég neyðist til að klæðast óléttufötunum sem ég fyrir löngu er komin með hundleið á.
Ég fór á stúfana að finna bestu hugsanlegu leið til að losna við bumbuna fljótt og fann þessi 7 skref:
1. Æfing. Spenntu magavöðvana sitjandi, hvar sem er og hvenær sem er, í bílnum, skrifstofunni…
Dragðu djúpt andann, spenntu magavöðvana og andaðu mjög hægt út með magann spenntan, telja hægt upp að 10.
2. Slepptu gosi, áfengi og drykkjum með mikilli mjólk, latte t.d.
Þetta skref er erfitt en nauðsynlegt ef maður vill flatann maga, prufaðu að sleppa þessum drykkjum í einn mánuð og drekktu í staðinn vatn, þú munt sjá hvað það mun gera mikið fyrir húð og mitti.
3. Notaðu “pilates”-bolta.
Rosalega öflugar magaæfingar að liggja afturábak í brú yfir boltann, það fylgja oftast leiðbeiningar að góðum magaæfingum með boltunum.
4. Stundaðu pilates.
Hægt er að finna ótal pilates myndbönd á netinu til að fara eftir heima í stofu. Pilates-tímar eru líka í boði á flestum líkamsræktarstöðvum og að skrá sig í þá veitir vissan aga “if you know what I mean” ;). Rope yoga og yoga eru líka góðir kostir.
5. Fóleggja-lyftur.
Þessa æfingu hefur þú kanski lært í skóla eða ræktinni. Þú liggur á bakinu og lyftir fótunum c.a. 30 cm frá gólfinu og heldur þeim þannig með hjálp magavöðvanna í 10 sekúndur í einu. Einnig er öflugt að lyfta leggjunum beint upp (svo þú ert í 90 gráðu horni) og láta þá síga beina að gólfinu eins hægt og þú getur, þetta eru rosalega öflugar æfingar sem taka á öllum magavöðvum, lærum og rass.
6.Hliðaræfing, tekur á hliðarvöðvunum fyrir mjórra mitti.
Þú stendur með smá bil á milli fóta svo fæturnir koma beint niður af mjöðmum og lyftir annarri hendi beint upp í loft og lætur hina “toga” þig beint niður til hliðar, gott er að hafa handlóð c.a. 2 kg, getur reddað þér með 2 lítra flösku fulla af vatni, 20 sinnum x 3 hvoru megin.
7. Ef þú bara forðast þessa fitandi drykki, drekkur vatn og gerir þessar æfingar í bland við alla líkamsrækt sem fá þig til að hitna, rösk ganga, hlaupa, hjóla.. þá muntu sjá mikinn mun á mittinu á stuttum tíma. Þú ert að taka inn mun færri kalóríur og brenna þeim mun fleiri og það hjálpar þér að losna við vömbina.
Matur sem hjálpar manni í baráttunni við mittismálið eru t.d. eggjahvíta, full af próteinum, fitusnauðar mjókurvörur (eða sleppa mjólkurvörum og nota soja eða hrísmjólk í staðinn). Baunir, haframjöl, ólífuolía (góð fita með omega) gróft brauðmeti (forðast hvítt hveiti og sykur) fiskur og magurt kjöt (kjúklingur).
Það sem er erfiðast fyrir mig er að forðast gotterí á kvöldin en þetta getur komið í staðinn fyrir nammið og snakkið:
Popp með minimum olíu og salti, alls ekki örbylgjupopp, möndlur og ósaltaðar hnetur, ávaxta-smoothie, hægt að kaupa frosin ber og ávexti í bónus og blanda með djús eða sojamjólk, mysa er líka bráðholl mjólkurvara.. Það má líka hella blöndunni í íspinnaform og eiga í frystinum.
Harðfiskur er ofurhollt snakk líka og ef þú ert súkkulaði-sjúk eins og ég þá er fínt að eiga til 70% súkkulaði og fá þér bara 1-2 bita til að svala þessarri verstu súkkulaði-fíkn 😉 úff.. nú er bara að skella sér í þetta, gangi ykkur og mér vel!
Þessi æfing er líka öflug og þú getur gert hana heima hjá þér, hvenær sem er.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.