Hér eru flottar myndir frá tískuvikunni sem var haldin í London á dögunum en ég heillaðist gersamlega af Burberry Prorsum, vor- og sumarlínu 2011 hún er ung, fersk og stútfull af rokki!
Björtu litirnir í beltum, töskum og kjólunum poppa upp svarta -og beige. Leður er alltaf heitt og sexý og mikill fókus er lagður í að gera fallegan útsaum, til að undirstrika línur í leðrinu, þröngu leðurbuxurnar og kvenlega sniðið í jökkunum gera rokkfílinginn enn meira spennandi!
Stelpur haldið vel í leðrið og blazerjakkana sem þið eigið í fataskápnum, fyrir næsta sumar!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.