Burberry hefur ákveðið að endurtaka snilldina frá því í september og við pjattrófur fjölluðum um hér.
Þar sem útsendingin gersamlega sló í gegn hafa forsvarsmenn Burberry’s ákveðið að senda út nýju línunna í beinni og fá tískuunnendur um heim allan enn og aftur tækifæri á að horfa á Burberry tískusýninguna af sýningarpöllum London Fashion Week sem send er af netinu beint heim hvar sem þú ert stödd/staddur í heiminum.
Þá er bara að merkja daginn 23. febrúar á dagatalið skella sér í kósygallann með popp & kók eða skella sér í kjólinn, hælana fá sér vínglas með vinkonunum bara svona til að vera með hinum sem eru á Burberry sýningunni plamma sér fyrir framan tölvuna.
Smelltu hér til að horfa, þetta er tær snilld!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.