Á tískuviku sem haldin var í London á dögunum kom Burberry með þá snilldarhugmynd að senda tískusýninguna út beint frá sýningarpöllunum og kom þetta sér sérlega vel fyrir alla sem ekki gátu tekið þátt.
Sýningin var frábærlega flott en tískuhús Burberry hefur venjulega haldið tískusýningar sínar í Mílanó undanfarin ár.
Í þetta sinn ákváðu ráðamenn hjá Burberry að breyta út af vananum enda er Burberry mjög breskt merki og rétti tíminn til að færa sýninguna aftur til London sem heldur nú upp á 25 ára afmæli tískuvikunnar.
Fræg andlit sáust á sýningunni. Má þar nefna Victoriu Beckham, Gwyneth Paltrow, Vogue ritstýruna Önnu Wintour, Liv Tyler og síðast en ekki síst, Harry Potter stjörnuna Emmu Watson en hún er nýtt andlit Burberry’s.
- Emma Watson í Burberry
Hin ungi Christopher Bailey er aðalhönnuður fyrir Burberry og er hann algerlega í takt við tímann. Þetta er að verða ansi flott hjá þeim og greinilegt að London Rokkar… sestu aftur, slakaðu á í sófanum og njóttu þess að horfa á þetta flotta framtak og verulega töff tískusýningu: http://live.burberry.com/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.