Brynja M. Dan Gunnarsdóttir er mörgum kunn af samfélagsmiðlunum en hún starfar sem markaðsstjóri S4S ásamt því að flytja út Vodka.
Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Sjálandshverfinu í Garðabæ og segist ekki geta ímyndað sér betri stað að búa á.
Við ákváðum að taka lauflétt viðtal við Brynju og komast aðeins betur að því hvað þessi ofurskvísa gerir til að halda sér í góðu formi og hver bjútírútínan hennar er frá degi til dags.
-Hvernig er hreinsi rútínan þín? Ohh.. Ekkert til að monta sig af held ég. Fyrst nota ég barna wetwipes með engum efnum í til að ná sem mestu af smettinu og svo nota ég svona hreinsifroðu frá Nivea til að ná restinni af.
Ég þoli ekki og nánast hata að gera það í vaskinum og vatnið svona rennur eftir olnbogunum og allt í sulli þannig að ég fer alltaf bara í sturtu og skola þetta af mér
-Hefurðu fengið bólur og ef svo, hvernig dílarðu við þær? Já, þegar ég var unglingur aðallega. Eitthvað smá en lítið nú til dags. Kannski eina einu sinni í mánuði.. If u know what i mean. Þá er þetta bara eitthvað sem fer á sólahring eða svo.
-Hvernig húðgerð ertu með? Blandaða.. Óþolandi stundum
-Hvaða rakakrem notarðu? Mattefying frá Nivea.. Engin olía í því og hentar mér rosalega vel. Búin að prófa allt… dýr krem, ódýr krem og allskonar. En einhvernveginn hentar þetta mér bara ótrúlega vel.
-Notarðu augnkrem? Jamm frá SKYN, rosa gott og vonandi seinkar fyrstu hrukkunum… ég gerði nefninlega þau mistök að googla indverskar hrukkóttar konur… say no more!
MAKEUP: Var að byrja að nota Rapid Lash og ég er ekki frá því að það svííínvirki
-Hvaða meik notarðu? Frá MAC. Eiginlega eina fyrirtækið sem er með litinn minn. Og klárlega besta úrvalið hér heima. Eiga alveg skilið stórt hrós fyrir það!!
-Uppáhalds hyljarinn? Nota lítið hyljara en á einn sem ég keypti fyrir milljón árum. Og hann er kannski hálfnaður. En hann er frá MAC líka.
-Notarðu gerviaugnahár? Nope… En var að byrja að nota Rapid Lash og ég er ekki frá því að það svííínvirki. Ef ég horfi upp þá held ég að augnhárin séu að snerta augabrúnirnar. Sem er gott. Ég var alltaf með svona bein belju augnhár.
-Hefurðu fengið sýkingu af því að nota maskara frá öðrum? Njeee… er ekki mikið í að deila maskara og þær sem ég hef fengið lánað hjá hafa greinilega ekki verið með voggrís eða neitt.
Thank god haha! Hreinar þessar vinkonur mínar.
-Uppáhalds maskarinn þinn? Dior Blackout klikkar seint. Annars er ég bara dugleg að fara í Target og byrgja mig upp af allskonar maskörum til að prófa.. Bara því svartari því betri!
-Hvernig málarðu þig fyrir venjulegan dag og hvað ertu lengi að skella þessu á? Hmm tekur svona 10 mínútur. Maður er kominn í ágætis þjálfun. Ég byrja á að þvo mér í framan með köldu vatni, set rakakrem, svo smá meik en roosalega þunnt lag bara svona rétt til að fá smá ljóma. Set svo smá kinnalit, eyliner, maskara og fylli uppí augabrúnirnar. Veit ekki afhverju en það vantar svona tvö hár á einn stað í þeim og það böggar mig endalaust .
Veit ekki afhverju en það vantar svona tvö hár á einn stað í þeim og það böggar mig endalaust .
-Ertu íhaldssöm þegar kemur að förðun eða alltaf til í að prófa eitthvað nýtt? Nei guð.. Alltaf sama alla daga. Þegar ég er að fara út set ég bara þykkari eyeliner og mögulega smá skyggingu. Og varalit ef ég ætla alveg útúr kassanum. Hef prófað að fara í förðun og finnst ég alltaf eins og gleðikona. Veit ekki hvort það sé bara að þær séu óvanar að farða litaða húð eða hvað málið er. En ég er allavega ekki að fíla mig þannig.
-Ferðu ómáluð út úr húsi? Æhh jájá… ef maður þarf að skjótast í Hagkaup eða í gymmið … þá geri ég það nú alveg… en ég er enginn sérstakur aðdáandi þess. Finnst alltaf skemmtilegra að vera að minnsta kosti með maskara.
HEILSA: Æfi að minnsta kosti sjö sinnum í viku
-Hvað gerirðu til að hugsa um heilsuna? Ræktin að minnsta kosti 7 sinnum í viku hefur verið svona reglan síðustu ár. Maður þarf að eiga inni fyrir öllu súkkóinu.
-Ertu stálhraust? Nei fílhraust.. íslenskur víkíngur hér á ferð.. Haha. Nei nei ég held að ég sé alveg í ágætis málum. Fer reglulega og læt tékka á vítamínunum í blóðinu og so far þá vantar bara sólina í líf mitt skv. Heilsugæslu Garðabæjar.
Some will hate you. Some will love you.. (en það skemmtilegasta er að) none of it has to do with you.
-Stundaðirðu hópíþróttir sem barn? Já, var í sundi og prófaði svo ýmislegt með; Karate ,breikdans, jazzballet ofl.
-Smoothie uppskrift? Æ, einfalt er best. Banani, súkkulaðiprótein, soyjamjólk og fuuuullt af klökum.
-Hvað finnst þér auðveldast að gera til að passa heilsuna? Hreyfa mig og reyna passa súkkulaðiátið í takt við það.
-Hvað finnst þér erfiðast að gera til að hugsa um heilsuna? Sleppa súkkulaðinu 🙁 Æ það er bara svo gott fyrir sálina.
TÍSKA
-Átt þér einhverja fyrirmynd þegar kemur að tískunni? Hmmm… ekki beint einhver ein. En mér finnst fullt af merkjum flott og það sem hönnuðirnir á bak við þau eru að gera. Til dæmis er ég mjög spennt að sjá hvað nýji hönnuðurinn sem tekur við sem yfirhönnuður Balenciaga mun gera. En annars er ég bara dugleg að fylgjast með straumum og stefnum og á einstaklega smekklegar vinkonur og kunningjakonur sem gaman er að fylgjast með.
Það er alltaf sól hja mér þegar ég klæði mig en svo skítakuldi þegar ég kem út. Skrítið?
-Hvernig spottar þú ný trend? Bara útum allt. Allir þessir miðlar og síður og blogg og blöð. Það er erfitt að missa af því ef eitthvað nýtt er að gerast í tískuheiminum.
-Ef þú gætir eignast hvaða flík sem er á eftir… hvaða flík væri það? Uu vettlingar ef ég gæti fengið þá núna! Ég misreikna veðrið einhvernveginn alltaf. Það er alltaf sól hja mér þegar ég klæði mig en svo skítakuldi þegar ég kem út. Skrítið? En annars væri ég alveg til í Acne leðurjakka og er reyndar enn að deyja yfir Versace peysu sem ég sá í sumar.. Skil ekki afhverju ég keypti hana ekki..
-Uppáhalds hönnuður? Alexander Wang, Stella McCartney ofl. Svo þarf þetta ekki að vera flókið.. Góða fólkið hjá Nike er oft bara best og Adidas að koma sterkt inn.
-Hælar eða flatbotna? Flatbotna allan daginn alltaf!
LÍFSGILDIN 3: Ég ætla bara að gera það sem mig langar að gera, sama hvað öðrum finnst
Að lokum. Þrjú lífsgildi sem þú reynir að lifa eftir? Að koma vel fram við alla, kurteisi og bros kosta ekkert og ég vil gefa eins mikið til baka og ég mögulega get. Ég held samt að ég hafi verið sett á þessa jörð til að vera mamma. Og ég reyni að vera betri í því og læra á hverjum degi. Elska það hlutverk og vil reyna að ala hann upp við jafnrétti, ást og að allir vegir séu honum færir ef maður leggur á sig.
Standa með sjálfri mér. Vera sátt í eigin skinni og sjálfstæði skiptir mig miklu. Ég hef alla tíð sett mér markmið og hef hingað til náð þeim öllum. Fyrir mér er lífið pínu survival of the fittest og hver uppsker eins og hann sáir. Næsta markmið sem ég þarf að ná hefur að gera með litla vodkafyrirtækið okkar í L.A svo það verður gaman að sjá hvað gerist árið 2016 !
Fyrir hálfu ári setti ég mér svo aftur nýtt gildi og tók upp breytt viðhorf til lífsins. Ég ætla bara að gera það sem mig langar að gera, sama hvað öðrum finnst. Við eigum bara eitt líf svo maður á að vera duglegur að prófa hluti og vera óhræddur. Ef mig langar að lita á mér hárið ljóst og fara til L.A að leika mér, og mögulega læra að vera dj, þá bara geri eg það!
Some will hate you. Some will love you.. (en það skemmtilegasta er að) none of it has to do with you.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.