Brynja bjargaði hárinu mínu – Íslenskt, umhverfisvænt og gott!

Brynja bjargaði hárinu mínu – Íslenskt, umhverfisvænt og gott!

Skjaldmey_3rd
Brynja er nýjasta varan frá Víkingr, frábær hárolía sem styrkir hárið og gefur því meiri glans.
12204943_10153239475430959_210190741_n
Helsátt og loksins með heilbrigt hár án samviskubits!

Mér finnst þess vegna alveg sérstaklega gaman þegar ég uppgötva eitthvað nýtt alveg óforvarindis og án allrar fyrirhafnar eins og var málið með nýju uppáhalds hárvöruna mína, Brynju.

Brynja er olía sem virkar á svipaðan hátt og hin alræmda Macadamia olía, en að mínu mati bara miklu betri!

Leiðin að umhverfisvænni lífstíl

Ég þurfti að taka nokkuð svakalega til í snyrtivörunum mínum fyrir nokkrum árum síðan þegar ég ákvað að allt sem ég ætlaði að nota ætti að vera “cruelty free” og helst eins umhverfisvænt og kostur væri á.

Þessi hárolía var því kærkomin viðbót fyrir þurra og (óumhverfisvæna) hárið mitt með aflituðu endunum! Olían er framleidd hér á Íslandi og burðarhráefnið í henni, repjuolíaer fengin frá Þorvaldseyri á Suðurlandi. Önnur hráefni í henni eru náttúruleg efni sem miðað er að að hafi verið til staðar á víkingatímanum á Norðurlöndum, engin dýr skaðast við framleiðslu hennar og hún er ekki með neinum skaðlegum rotvarnarefnum eða ilmefnum.

Reyndar er einn helsti kosturinn við hana sá að hún er ekki með enn einum blómailminum sem keppist um yfirburði við allt annað sem maður ber á sig daglega (sjampó, hárnæringu, krem og ilmvötn).

Lyktin er góð en látlaus og þannig talar virknin bara alveg fyrir olíuna.

„Olían er framleidd hér á Íslandi, engin dýr skaðast við framleiðslu hennar og hún er ekki með neinum skaðlegum rotvarnarefnum eða ilmefnum.

Brynja_first_pic

Ég prófaði þessa olíu í fyrsta skipti fyrir um það bil viku síðan og fannst hún æði þá en hún sannaði sig svo alveg gjörsamlega um helgina þegar ég kom heim eftir hrekkjavökupartý með hárið fullt af rauðu hárspreyi og túberað í einn flókabendil ofan á hausnum á mér.

Eftir að reyna í mikilli örvæntingu að greiða flókann úr hárinu á mér hálftipsy í sturtunni ákvað ég á endanum að bera olíuna í endanda á hálfblautu hárinu á mér og gefast upp og fara að sofa, þegar ég vaknaði morguninn eftir var svo ekkert mál að greiða flókann úr hárinu í morgunsturtunni!

Gerum framleiðsluna að veruleika!

pjattustest copyEf þú ert með þurrt hár eða vilt einfaldlega heilbrigðara, sterkara og meira glansandi hár þá mæli ég svo mikið með Brynju sem er nýjasta afurðin frá Víkingr. Þau hafa áður gert garðinn frægann með skeggolínum sínum og skeggvaxi sem eru fáanleg á ýmsum stöðum um land allt.

Það flókna við þetta mál allt saman er að ég á bara litla prufu af olíunni og hún er ekki enn farin í framleiðslu þar sem enn er verið að safna fyrir framleiðslunni á Karolina Fund.

Þú mátt þess vegna endilega styrkja þetta verkefni þó ekki sé nema bara til þess að ég geti haldið áfram að vera smá svindlari og aflitað endana á hárinu á mér um ókomna tíð.

Flýttu þér og styrktu verkefnið hér (og fáðu jafnvel hárolíu að launum) þar sem tíminn er alveg að renna upp!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest