Brúnkusprautun…
Guð má vita af hverju, en ég hef einhvernveginn aldrei nýtt mér þennan frábæra valkost neitt af viti. Kannski vegna þess að mér hefur alltaf þótt þetta pínu dýrt?
En þegar stelpurnar á Salon Veh sögðu mér frá stofu sem rukkar bara 2500 fyrir tan spray á allann líkamann þá stökk ég af stað enda finnst mér tvöogfimm ekki mikið fyrir að vera glæsikvendi í nokkra daga.
Ég er mikið á móti sólböðum enda er aðeins eitt sem fer jafn illa með húðina og þau en það eru reykingar. Hinsvegar finnst mér, líkt og flestum íslendingum, fallegt þegar húðin fær á sig gylltan ljóma. Fórnarkostnaðurinn má bara ekki vera í formi húðkrabba eða hrukka í andlitinu.
Það tók svona korter að sprauta á mig brúnkunni. Eftir á var ég fallega karamellu sólgullinbrún og allir hafa haft orð á því hvað ég líti nú óskaplega vel út. Mér finnst það líka. Húðin fær alveg svakalega fallegan blæ af þessu og maður er allur einhvernveginn ferskari og meira glamúrus.
Þessvegna er það alveg á hreinu að ég mun aftur bregða mér í pappa g-streng og láta sprauta á mig sólarljósi áður en langt um líður.
Mizu er líka mjög smekkleg og hreinleg stofa og stelpurnar þar klárlega pró.
Stofan er staðsett í Borgartúni 6, sama húsi og gamla rúgbrauðsgerðin, uppi á annari hæð. Á jarðhæðinni eru veisluþjónusta og 12 spora klúbbar.
Síminn þar er 551 1050 og heimasíðan er hér.
Mér skilst að þessi 2500 prís fyrir tan-spray á allann líkamann og andlitið sé tilboðsverð út Desember og ég skora á þig að skella þér í þetta. Meðferðin kostar ekki það mikið og áhrifin eru alveg meiriháttar frískandi.
Sjálf held ég að ég myndi kaupa mér tíu tíma kort í svona tan-spray ef þau væru seld enda er þetta alveg skaðlaust og bara flott ef maður gerir þetta rétt.
En ég myndi aldrei kaupa ljósakort.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.