Brúnkukrem frá Chanel, Shiseido og Biotherm

Brúnkukrem frá Chanel, Shiseido og Biotherm

Það er alltaf einhver ákveðinn dýrðarlúxusljómi sem fylgir Chanel merkinu enda var upphafskona þess, hún Coco Chanel sannarlega kona sem má taka sér til fyrirmyndar.

Hún sagði meðal annars þetta: “I invented my life by taking for granted that everything I did not like would have an opposite, which I would like,” og kannski hafði hún þetta að leiðarljósi þegar hún fór í það að hanna bæði föt og snyrtivörur. En nóg um það… þetta er bara inngangur.

Frá Chanel húsinu kemur aðeins ein tegund af brúnkukremi en það heitir Soleil Identitie og fæst í tveimur litum.

Soleil Identitie er litarlaust krem, það er að segja það er ekki brúnt og þú sérð þessvegna ekki hvernig það dreifist um andlitið. Þetta skiptir samt litu máli því ég hef enn ekki lent í því að útkoman klikki.

Kremið sjálft er rakagefandi og nærandi og það er ágæt svona karamellulykt af því. Liturinn sem ég á er frekar gylltur en bronsaður og það ætti að höfða til margra, sérstaklega ljóshærða kvenna sem vilja ekki vera hýpertanaðar heldur bara með svona létt “glow”. Það fær rosa góðar einkunir á “brúnkukrems síðum” úti í heimi en ég veit að það kostar ekki bara eitthvað slikk, frekar en annað frá Chanel. Þetta er svona “nú ætla ég að splæsa” dæmi og það er bara fínt fyrir þær sem hafa efni á því.


Önnur self tan krem sem ég get samviskusamlega mælt með er vökvi frá Biotherm, self tan water, sem maður setur á sig með bómullarhnoðra. Það er rosa mild og góð áferð sem kemur af því og plúsinn við að nota bómull er sá að þetta fer ekki á puttana. Gott kontról með bómullinni. 😉

Svo er það Shiseido Brilliant Bronze kremið sem er líka mjöög gott. Ég held samt að það séu ekki nægilega margar konur sem hafa kynnt sér þetta merki hér á Íslandi sem er frekar skrítið því það er í millivigtarverðflokkum og er í raun alveg þrusufínt. Þetta brúnkukrem kemur í allskonar litbrigðum, alveg frá mjög ljósu upp í vel dökkt og því ættu allar að finna eitt við sitt hæfi þar.

Kannski er líka sniðugt að fá bara prufur af brúnkukremum? Ég veit ekki hvort það er hægt en það væri allavega mjög snjallt, svo maður komi nú pottþétt út með rétta litinn eftir fjárfestinguna. Eða fá að prófa hjá vinkonu áður en maður kaupir… bara til að vera viss.
Það er svo misjafnt hvað við viljum vera dökkar. Ég t.a.m fíla mig alls ekki ef mér finnst ég of dökk. Þá verð ég vandræðaleg allann daginn og bíð óþreyjufull eftir því að brúnkan minnki. Hef í raun aldrei skilið þessa brúnkudýrkun hjá fólki en finnst fínt að hafa soldið fallegt gló.

Sirka svona eins og hjá henni Scarlett okkar hérna:

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest