Að fara sínar eigin leiðir og hugsa út fyrir rammann er kjörið tækifæri til að gera brúðkaupsmyndatökuna að ógleymanlegri upplifun…
Brúðkaup er eitthvað sem svo margar stelpur dreymir um frá unga aldri, í mínu tilfelli frá því að ég var lítið barn. Brúðkaup og allt sem því fylgir er búið að vera eitt mitt stærsta áhugmál í mörg ár og ég veit hreinlega ekki hvað ég er búin að teikna upp marga kjóla, vista margar myndir í tölvunni minni af brúðkaupshugmyndum og eyða mörgum klukkutímum í að setja saman brúðkaupsþema en eitt af því sem ég hef tekið eftir hjá mér er að brúðkaupsmyndir eru eitthvað sem að ég get setið yfir endalaust og skoðað.
Það er svo gaman að sjá hvað sumir hugsa út fyrir kassan og verða því brúðkaupsmyndirnar svo öðruvísi, fallegar og skemmtilegar.
Ég datt inn á grein á einni af mörgum brúðkaupssíðunum sem ég fer í gegnum reglulega sem að vakti athygli mína sérstaklega mikið en í henni var að finna myndir sem að sitja fast í minni mínu. Nýjasta trendið er að taka myndir af t.d. brúðarhjónunum eftir fyrstu nóttina saman, losta og ástríðufull augnablik inn á herbergi, myndir af brúðinni með vinkonum sínum á nærfötunum og alls kyns öðrum skemmtilegum myndum. Afhverju ekki að gera eitthvað svona líka? Þetta finnst mér vera virkilega skemmtilegar og fallegar myndir og nær ljósmyndarinn að fanga augnablikin sem ekki fást þegar þeim er stillt upp í ljósmyndaveri eða á öðrum stöðum.
Ég set hér inn fyrir neðan nokkrar af þessum skemmtilegu, lostafullu og fallegu myndum sem ég fann í þessari grein ásamt nokkrum öðrum til að gefa ykkur hugmyndir af óhefðbundnari myndatökum.
Það er alltaf verið að segja okkur að elska líkama okkar, fagna ófullkomleikanum okkar því að það er merki um að við séum öll ólík en sérstök… Afhverju ekki að eiga þá fallegar, lostafullar myndir fullar af ástríðu með maka okkar á einum af bestu dögum lífsins okkar?
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.