Sumarið er tíminn sem margir velja sér til að ganga í það heilaga en veturinn fer í að undirbúa stóra daginn.
Eitt af því er að velja stórkostlega fallegan brúðarkjól, kjól sem er aðeins notaður þennan eina dag. Alveg einstakur kjóll…
Hér er yndislegt safn af nokkrum fallegum brúðarkjólum sem eiga það sameiginlegt að skera sig aðeins úr, hvað varðar liti eða annað. Sumir eru látlausir, aðrir prinessulegri eins og þessi fallegi ljósblái hér að ofan. Það er bara um að gera að hver velji sér sinn stíl þegar að þessu kemur og láti hjartað ráða. Þetta er þinn dagur!
Perlusaumurinn og bakið á þessum kjól er svo fallegt. Stíllinn er innblásinn frá 1920’s árunum eða Great Gatzby tímanum. Meiriháttar fallegur.
Klassísk fíngerð blúnda frá Veru Wang.
Hér blandast saman nútímalegri stíll, perlusaumurinn er á rassinum.
Þessi er einfaldur, fallega ljósgrár og í 1950’s stíl
Ísraelsk brúður, einstaklega fallegt hárskrautið og kjólinn skemmtilega ögrandi því hann er svo fleginn. Axlirnar mjög fallegar.
Hér er mjög ‘plain’ hvítur brúðarkjóll og hún er með gullband um sig miðja eins og álfkona en taktu eftir skartinu á hendinni. Það gerir heildarmyndina alveg.
Perlusaumur, kjóllinn frá Vera Wang. Algjört bjútí.
Grace Kelly var á sínum tíma talin fallegasta brúður allra tíma þegar hún gekk að eiga prinsinn af Mónakó en brúðardressið hennar er enn í dag innblástur fyrir marga hönnuði.
Þetta er svo fallegt og afslappað. Skartið áberandi eyrnalokkar og lítið men en sjalið og hárið gera stemmninguna svo flotta.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.