Èg hef eins lengi og èg man eftir mèr verið hugfangin af brúðkaupum og að sjálfssögðu hef ég verið að skipuleggja mitt eigið frà því èg var lítil stelpa.
Plönin sem ég hef haft í gegnum tíðina um veisluna, kirkjuna, kjólinn, matinn, kostnaðinn, gestina, greiðsluna og svo mætti lengi telja hafa að sjàlfsögðu breyst gífurlega frà því að ég var lítil, enda gat maður engan veginn sagt til um framtíðina. Þegar maðurinn minn bað mig um að giftast sér, og èg að sjálfsögðu sagði já, þà byrjuðum við strax að plana en við giftum okkur nàkvæmlega 10 mánuðum eftir að hann bað mín.
Það sem að kom mèr einna helst à óvart var hvað brúðkaupið og allt í kringum það var allt öðruvísi en við höfðum upprunalega byrjað að skipuleggja. Það var rúmlega sex mànuðum fyrir stóra daginn sem að við einhvernveginn áttuðum okkur á því að við þyrftum ekki þetta hefðbundna stòra kvöldbrúðkaup þar sem við myndum enda á því að fara alveg búin à því upp á hótel og börnin sett í pössun fyrr um kvöldið. Þetta var dagurinn okkar og barnanna og ákváðum við því bara að gera þetta eins og myndi henta börnunum okkar best sem og okkur sjálfum.
Ég spurði, Sigga manninn minn, hvað skipti hann mestu og það var að eiga yndislegan dag með börnunum okkar, fá góðan tíma með mér einni og fá fallegar myndir af deginum okkar.
Í kjölfarið tókum við þá ákvörðun að hafa hàdegisbrúðkaup því þà myndu börnin okkar sex öll vera svo vakandi og hress og við gætum verið út alla veisluna, spjallað við alla gestina og kvatt þau líka. Þannig myndum við líka fá að eiga allt kvöldið út af fyrir okkur.
Dagurinn okkar var fullkominn og það var ekkert sem að ég hefði viljað gera öðruvísi. Við fengum mikla hjálp frá ættingjum og vinum við að undurbúa stóra daginn og verðum við ævinlega þakklát fyrir það.
Við giftum okkur þann 24 október síðastliðinn en þá varð Siggi minn einmitt 34 ára. Athöfnin hófst klukkan 13:00 í Ingjaldshólskirkju. Við fórum í myndartöku klukkan 14, vorum komin til baka í veisluna klukkan 15 og áttum dásamlegar stundir með börnunum okkar, ættingjum og vinum allan daginn. Klukkan 19 lögðum við svo af stað á Hótel Hamar í Borgarnesi þar sem við fengum okkur meiriháttar góðan kvöldverð saman, horfðum á norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum meðan að við vorum úti í pottinum og eyddum öllu kvöldinu saman, ótrúlega ástfangin og hamingjusöm!
Þessi dagur var draumi líkastur og eigum við “litla” fjölskyldan dásamlegar minningar frá þessum degi. Litlu stelpurnar okkar hafa nokkrum sinnum kallað þetta prinsessu daginn því að þá vorum við allar eins og prinsessur.
Þegar fólk hefur leitað til mín um ráð eftir að við giftum okkur þá hef ég bent þeim á eftirfarandi hluti:
– Vertu opin fyrir öllu því sem að þér dettur í hug, þú þarft ekki að fara eftir ákveðnum reglum varðandi ykkar brúðkaup.
– Leyfðu maka þínum að taka fullan þátt í að skipuleggja, dagurinn okkar varð svona út frá hugmyndum mannsins míns.
– Það þarf ekki að kosta miljónir að gifta sig frekar en þið viljið. Þetta snýst allt um skipulag.
– Gerið þetta eins og þið viljið, þar sem þið viljið, þegar ykkur hentar og bjóðið þeim sem að ykkur langar til.
– Ekki gleyma að njóta lífsins vikurnar á undan, það þarf ekkert að fara í svakalegt átak og borða eins lítið og hægt er mánuðina á undan. Ef þér líður vel eins og þú ert þá er markmiðinu náð, hvort sem að þú ert með einhver aukakiló utan á þér eða ekki. Ég sjálf var alls ekki í mínu besta formi en mér leið samt svo ótrúlega vel í mínum líkama og hef sjaldan fundust ég eins flott og fín eins og einmitt þennan dag.
– Takið eftir litlu hlutunum, þeir skipta máli. Ég man einmitt hvað mér fannst dásamlegt að sjá og heyra öll börnin vera að leika sér í miðri athöfn, þetta er minning sem að ég mun aldrei gleyma.
Ekki gleyma að njóta, búið til fallegar minningar, reynið að vera ekki of stressuð og já íhugað það að nota vatnsheldan maskara. Ég fór alveg að gráta og frekar mikið í miðri athöfn þegar að lagið okkar var sungið og það hefði verið frekar vandræðalegt ef að ég hefði verið með svartar kinnar út alla athöfnina.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.