Þau Sólveig dóttir Kára Stefánssonar og Dhani sonur George Harrisonar heitins gengu í það heilaga í júní síðast-liðnum.
Mikil leynd hvíldi yfir þessu stærsta stjörnubrúðkaupi sem íslensk fjölskylda hefur átt hlutdeild í og voru meðal brúðarmeyja þær Ylfa Geirsdóttir fyrirsæta/vöruhönnuður og Þórunn Antonía söngkona.
Athöfnin fór fram í Friar park, sem er sveitasetur og uppeldisheimili Dhani og gekk Sólveig til altaris yfir villiblómaengi með lavender angan í loftinu við tóna Led Zeppelin, “The Rain song”. Í athöfn og veislu studdust þau við glymskratta George heitins, sem var víst enginn venjulegur glymskratti.
Það var að sjálfsögðu engin önnur en Stella, dóttir Pauls McCartney, sem hannaði brúðarkjólinn og kjóla brúðarmeyjanna. Brúðarkjóll Sólveigar var úr silki og voru nöfn hennar og Dhani útsaumuð í slóðann ásamt blómamynstri sem einnig var á kjólum brúðarmeyjanna. Afar fallegir og tímalausir kjólar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Saga Sig tók.
Þau Sólveig og Dhani stigu sinn fyrsta dans sem hjón við lag Beach Boys “Don´t talk” (put your head on my shoulder).
Að sögn viðstaddra var þetta afar rómantískt, afslappað og skemmtilegt brúðkaup laust við alla tilgerð þrátt fyrir stjörnufansið.
Til hamingju Sólveig og Dhani!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.