Kvikmyndir spila veigamikinn sess í lífum okkar flestra. Það sama gildir um manneskjuna sem maður velur til að deila lífinu með og væntanlega ótal kvöldum fyrir framan sjónvarpið þar sem horft er á góða bíómynd.
Það ‘meikar því fullkomið sens’ að boðskortið í brúðkaupið þitt skuli hafa góða fyrirmynd úr kvikmyndaheiminum en hér hafa brúðhjón og aðstandendur lagt ótrúlega mikið á sig til að útbúa hið fullkomna boðskort. Snilldarhugmynd sem gaman væri að sjá hér á Íslandi. Var ekki plakatið fyrir Sódómu Reykjavík svolítið flott? Nú eða Með allt á Hreinu!
Það voru þau Joshua og Rachel Watson sem settu þessar myndir saman með hjálp ljósmyndarans Jordan Nakamura. Myndirnar voru svo settar í DVD hulstur sem innihélt disk með góðum playlista sem hin tilvonandi brúðhjón settu saman.
Algjör snilld og frábær upphitun fyrir góða veislu!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.